Finnar börðust tvisvar við Rússa fyrir átta áratugum. "Finlandiseringin."

Finnland fékk sjálfstæði eftir Fyrri heimsstyrjöldina eftir að hafa verið hluti af Rússlandi, en með griðasamningi Hitlers og Stalíns 23. ágúst 1939 fylgdu harðar kröfur Rússa á hendur Finnum í samræmi við það atriði griðasamningsins að Finnland yrði á áhrifasvæði Sovétríkjanna. 

Færa skyldi landamæri ríkjanna í vestur í átt frá Pétursborg, og koma upp rússneskri herstöð í Hangö, en í staðinn fengju Finnar dreifbýl svæði norðar. Finnska borgin Vipuri (Vyborg) yrði á rússnesku landi. 

Finnar höfnuðu þessum afarkostum og fengu yfir sig rússneska innrás og mannskætt vetrarstríð í rúma þrjá mánuði. Þeir fengu þó að halda sjálfstæð sínu á pappírnum, og Rússar settu ekki upp leppstjórn líkt og Þjóðverjar gerðu í Noregi. 

22. júní 1941 slógust Finnar í herför gegn Sovétríkjunum ásamt Öxulveldunum og nokkrum bandalagsþjóðum þeirra, en með mikilli stjórnkænsku tókst Mannerheim og síðar Kekkonen að útbúa stjórnarstefnu, sem gæti gefið skástu útkomu, hvort sem Öxulveldin eða Bandamenn ynnu. 

Að vísu þurfti þeir að borga miklar stríðsskaðabætur í stríðslok og sætta sig við landamissinn frá 1939, en þeir héldu þó sjálfstæði sem gerði þeim fært að vera með vestrænt lýðræði og takka þátt í norrænu samstarfi og evrópsku.  

En sjálfstæðið var takmarkað og kostaði það að þurfa sífellt að bera hvaðeina undir Rússa, og meira að segja var einn forsætisráðherra Finna að víkja að kröfu Rússa. 

Þetta ástand fékk alþjóðlega heitið Finnlandisering og þótt sumum lítil reisn yfir því, en miðað við aðrar landamæraþjóðir að Sovétríkjunum voru kjör Finna þó margfalt betri. 

Nú stefnir í stríð milli Úkraínumanna og Rússa, og þá getur verið fróðlegt og athyglisvert að bera aðstæður nú saman við þær sem voru í sambúð Rússa og Finna 1939 til 1945, þegar stríð voru háð vegna landakrafna Rússa, og ekki síður að máta Finnlandiseringuna eftir 1945 við hugsanlega framtíð Úkraínu.  

 


mbl.is Íhuga að slíta tengsl við Rússa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband