Orðræðan er að sumu leyti eins og hún var 1942.

Giskað hefur verið á að megnið af þeim 8 milljónum manna, sem Stalín svelti í hel með aðgerðum sínum við að taka land af bændum og færa ríkinu í formi samyrkjubúa, hafi verið Ukraínumenn. 

Þegar Hitler réðst inn í Sovétríkin 1941 töldu margir Úkraínumenn sig eiga harma að hefna gagnvart Stalín og tóku innrásarhernum jafnvel fagnandi í byrjun. 

En þá komu SS-sveitirnar fast á eftir hernum og hofu þegar í stað mikil fjöldamorð. 

Við það breyttist stemningin og ræða Stalíns um að koma til varnar "mother Russia" hafði mikil áhrif. Og ekki síður það að alla tíð síðan er Heimsstyrjöldin síðari ekki nefnd því nafni eystra, heldur "Föðurlandsstríðið mikla."  

Síðan eru liðin 80 ár og enda þótt nýnasistar hafi að einhverju leyti skotið upp kollinum, rétt eins og Þýskalandi, Bandaríkjunum og fleiri löndum, er hæpið að hægt að réttlæta innrás í Úkraínu sem eins konar herferð gegn nasistaríki. 


mbl.is Segir nasistana í Úkraínu almenna borgara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband