"Hönd, sem heldur á rýtingi...". Lúkasjenko í hlutverki Mussolinis?

´Þegar Hitler hafði lagt undir sig nær allt Frakkland í júní 1940 og aðeins var eftir að taka smá skika hér og þar og semja uppgjafarskilmála, sagði Ítalía Frakklandi stríð á hendur. 

Mussolini gerði þetta þvert ofan í ráðleggingar utanríkisráðherra hans, Ciano, sem var tengdarsonur el Duce og þvert ofan í ráðleggingar hers og ríkisstjórnar. 

Mussolini dreymdi um að verða nokkurs konar nútíma Cesar við "Mare nostrum", "hafið okkar", Miðjarðarhaf í endurvöktu Rómaveldi.  

Aðferðin var lúaleg og Roosevelt Bandaríkjaforseti líkti henni við hönd, sem hefði haldið á rýtingi og stungið í bak nágrannans. 

Hitler gein ekkert við þessu framtaki, því að Mussolini hafði verið og varð sífellt meira byrði á Þjóðverjum, sem héldu hernaði Öxulveldanna á floti og urðu hvað eftir að bjarga Mussolini frá afleiðingum eigin axarskafta. 

Það uppátæki Mussolinis að ráðast inn í Grikkland seint um haustið 1940 fékk háðulega útreið og truflaði fyrirætlanir Hitlers um herferð á hendur Sovétríkjunum. 

Til að bjarga málum endaði það mál og "svik" Jógóslava með því, að Þjóðverjar lögðu undir sig allan Balkanskagann og Krít að auki, og fyrir bragðið tafðist innrásin í Sovétríkin um dýrmætar sex vikur, sem ekki var hægt að vinna upp. 

Nú er Lúkasjenko búinn að fá svipað "blod paa tanden" og Mussolini 1940 á lúalegan hátt þegar Rússar eru búnir að hafa alla fyrirhöfnina af því að knésetja Úkraínumenn. 

Lúkasjenko hefur átt allt sitt undir stuðningi Pútíns, rétt eins og Mussolini átti allt sitt undir stuðningi Hitlers forðum. 

"Nú get ég" sagði íslenski karlinn forðum. 

Sagan endurtekur sig.  

c


mbl.is Pútín varar við hærra matvælaverði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 28. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband