Flugþjónn forðum: Gunnar Eyjólfsson hjá PanAm. Nýtti það vel þegar heim kom.

Eftir nokkkur ár í leikhúsum hér heima um miðja síðustu öld, gerðist Gunnar Eyjólfsson flugþjónn um skeið hjá Pan American flugfélaginu Bandaríska. Það víkkaði sjóndeildarhring hans og gaf honum færi á að fylgjast vel með því nýjasta og besta, sem var að gerast í leikhúsum og skemmtistöðum erlendis. 

Hann kom heim til Íslands haustið 1958, ungur og frískur og fullur af nýjum hugmyndum og orku  eftir hið gefandi starf.  

Vestra voru dúettar vinsælir á þessum árum, svo sem Dean Martin og Jerry Lewis og Bud Abbott og Lou Costello. Í aldarlok hálfri öld síðar völdu kunnáttumenn besta "sketch" aldarinnar og varð það 7 mínútna atriði Abott og Costello, sem gekk undir heitinu "Who´s on first"/?

Helstu dúettarnir voru samdir með tveimur ólíkum hlutverkum, annars vegar fyndni aulinn, en hins vegar félagi hans, öllu rólegri, yfirvegaðri og fróðari.  

Haustið 1958 fóru Íslendingar og Bretar í fyrsta Þorskastriðið, og var eitt það helsta, sem var óvenjulegt og gerðist á miðunum, að breskur togari fékk leyfi íslenskra stjórnvalda til að setja sjúkan skipverja á sjúkrahúsið á Patreksfirði þar sem hjúkrunarkona að nafni Þóra hlaut frægð. 

Gunnar fékk góðan gamanþáttahöfund til liðs við sig við að skrifa stórskemmtilegan gamanþátt um uppákomurnar á Patreksfirið, og til að skapa parið "Gunnar og Bessa", þ. e. Gunnar Eyjólfsson og Bessa Bjarnason við að gera þennan skets að þungamiðju fyrsta prógramsins síns. 

Þeir félagar gerðu heldur betur skurk í skemmtanalífinu eftir ársbyrjun 1959. Síðuhafi byrjaði líka feril sinn á sama tíma, og á árshátíðunum fram á vorið urðu slík umskipti í bransanum, að hvorki ég né þeir höfðu tíma til að sjá atriði hvor annars. 

Gunnar og Bessi voru meðal allra vinsælustu skemmtiatriðanna í rúmlega áratug, og aðrir leikarar eins og Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson, Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson og Gísli Rúnar Jónsson og Júlíus Brjánsson (Kaffibrúsakarlarnir)  fylgdu fast á eftir. 

 


mbl.is Byrjaði sem flugþjónn en er nú framkvæmdastjóri flugfélags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aukin mælitækni og því í fleiri horn að líta.

Nær daglegar fréttir af jarðskjálftum víða á landinu gætu virst tákn um meiri hættu á eldgosum en verið hefur lengi. 

Upp í hugann koma skjálftar á Reykjanesskaga, suður af Húsafelli, við Kötlu, Grímsey, Vatnafjöll suðvestur af Heklu, Bárðarbungu og Öskju.  

En stærsta ástæðan fyrir þessari miklu tíðni kann að liggja í því að sífellt eru settir upp fleiri og nákvæmari mælar. 

Eldgosatíðnin segir mikið, og á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar hafa orðið fimm eldgos á Íslandi, sem er nálægt meðaltali eldgosa síðan frá landnámi.  


mbl.is Á annað hundrað skjálfta í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veira á meiri möguleika á viðgangi ef hún drepur ekki hýsilinn.

Afar fróðlegt og athyglusvert hefur verið að hlusta á sérfræðinga eins og Kára Stefánsson í viðtölum, þar esm þeir fræða almenning um kórónaveiruna og afbrigði hennar. 

Þar hefur margoft komið fram að ómikrón veiran veldur vægari sjúkdómseinkennum en eldri afbrigði kórónaveirunnar.

Af því leiðir að síður er að vænta þess að sjúklingurinn, sem er hýsill veirunnar í þessu tilfelli, drepist, heldur en ef hann sýkist til dæmis af delta afbrigðinu. 

Það afbrigði, sem smitast hraðast og auðveldast en er hins vegar vægust og veldur fæstum dauðsföllum, á hins vegar meiri möguleika á því að hýsillinn, sjúklingurinn, haldi velli og geti áfram veitt sýklinum, veirunni, skjól og yl. 

Athyglisverð pæling.  


mbl.is Af hverju tók Ómíkron yfir?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband