Reykjanesskagi, Öræfi, Land, Rangárvellir,Mýrdalur, Álftaver þjóðaröryggismál.

Í aðdraganda Eyjafjallajökulsgossins, sem stóð í ellefu ár, var skipulega unnið að gerð viðbragðsáætlana, sem geta gert gagn síðar meir ef gýs þar á ný, 

Sama á við áætlanir varðandi stórfelld áhrif Kötlugosa með hamfarahlaupum, sem geta farið í þrjár áttir frá jöklinum og lagst yfir blómlegt hérað í Rangárvallasýslu. 

Hekla getur gosið hvenær sem er. 

Öræfajökull er virkt eldfjall og sum gos ur honum geta verið stórgos, svo sem gosið mikla 1262, sem eyddi blómlegri byggð.  

Á Reykjanesskaga standa virkjanir heits og kalds vatns á hraunum og Grindavík, Vogar, Hafnarfjörður, Garðabær og Reykjavík standa að meira eða minna leyti á hraunum, sem hafa runndið á síðustu árþúsundum. 

Enginn  veit hvenær, hve mikið eða hvar gýs næst og aðgerðarleysi í málum sem þessum er ekki í boði í raun. 


mbl.is Eldgosið raunverulega ógnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt sinn lyftist tíu hjóla trukkur og flaug hundruð metra hjá Steinum.

Fyrir þá, sem eru nógu gamlir til að muna eftir þeim tíma í stríðinu þegar veðurfregnir voru ekki sagðar í útvarpinu, er það ekki aðeins minnisstætt þegar byrjað var að lesa þær á nýjan leik, heldur ekki síður setningin "rok undir Eyjafjöllum", þegar þeirri setningu var bætt við spána fyrir Suðurland. 

Nú kemur í viðtengdri frétt á mbl.is enn fram staðfesting á því að undir Eyjafjöllum sé ennþá varasamasti hviðustaður landsins. 

Ein frétt frá því fyrir rúmum aldarfjórðungi kemur í hugann. Það var þegar tíu hjóla hertrukkur, sem stóð úti á túni við bæinn Steina, tókst eitt sinn á loft í fárviðri og flaug nokkur hundruð metra í einu flugi án þess að snerta jörð og lenti á hjólunum eins og ekkert væri sjálfsagðara. 

Hrikalegt fjallið fyrir ofan Hvamm með sínu lóðbeina og íhvolfa hamrastáli að baki bænum er augljóslega rétt valinn staður hjá veðurfræðingunum, sem vindhviðustaður landsins við þjóðvegi, en nefna má stað við Tíðaskarð syðst við gamla Hvalfjarðarveginn þar sem myndast getur mikið sog ásamt hvirflum. 

Dæmi um það var þegar níu manna International ferðabíll stöðvaðist á veginum vegna þess að hann hoppaði lóðrétt upp á hjólunum í firnasterkum hvirfilvindi og snerist þannig hoppandi á veginum, þar til allt í einu heyrðist hvellur, og húddlokið á honum rifnaði lóðrétt upp þegar það sleit festingarnar og skrúfaðist tugi metra í loft upp en skall síðan lóðrétt niður skammt frá bílnum. 

Við þetta fór hluti af sogkraftinum undir bílnum upp í gegnum opið vélarrýmið og bíllinn hélst því á veginum. 

Í utanverðum Langadal hefur lengi verið leiðinda rokkafli í hvassri norðaustanátt með tilheyrandi skafrenningi og blindhríð og fleiri svona staði má nefna. 


mbl.is Hvammur varasamasti hviðustaður landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landeldi á laxi, eldið sem fullyrt var að gæti ekki gengið hér.

Árum saman var það viðkvæðið þegar unnendur hins villta íslenska lax töluðu fyrir því að hverfa frá sjóeldi til landeldis, að engir möguleikar væru á slíku. 

Þeir sem töluðu þá fyrir landeldinu voru taldir berjast gegn atvinnuuppbyggingu og gegn landsbyggðinni. 

Í mbl.is í dag blasa við nokkrar fréttir af þessum málum, stækkuð landeldisstöð í Öxarfirði, - fyrirhuguð 40 þúsund tonna landeldisstöð á Reykjanesi - og það, að verið sé að "hreinsa Reyðarfjörð" vegna veirusýkingar í sjóeldislaxi þar. 

Athyglisverðar fréttir í ljósi fyrri umræðu. 


mbl.is Fyrsta kerið í Öxarfirði í notkun fyrir árslok
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband