18.6.2022 | 23:39
Skýrsla OECD sagði flest sem segja þarf. Fyrirsjáanlegt fyrir 80 árum.
Ísland er dreifbýlla en flest önnur lönd og þjóðin fámenn. Af því væri eðlileg ályktun, að útgjöld hér á landi til heilbrigðismála væru hærri miðað við fólksfjölda en þau eru í þéttbýlli og margfalt fólksfleiri löndun.
En þetta er öfugt eins og skýrsla OECD sýnir greinilega, og hefur verið það í svo langan tíma, að vandinn, sem við er að glíma er sívaxandi og uppsafnaður.
Ofan á þetta bætast sífellt fleiri ellilífeyrisþegar sem hlutfall af þjóðinni, nokkuð sem blasti þegar við og var fyrirsjáanlegt þegar þetta fólk bættist við þjóðina í góðæri stríðsins sem skapaði langstærstu árgangana í sögu þjóðarinnar fram að því.
Flest vandamálin, sem nú er við að eiga í heilbrigðiskerfinu, eru í raun afleiðingar af ofangreindum megin staðreyndum, en þeir sem ráða þessum meginþáttum málsins forðast að tala um þá, heldur eru sífellt í vonlítilli baráttu við að leysa úr afleiðingunum í stað þess að taka almennilega á orsökunum.
![]() |
„Við erum bara mjög aftarlega“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 19.6.2022 kl. 07:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2022 | 14:28
Vestfirðir afgangsstærð í samgöngum frá upphafi.
Það er fróðlegt að skoða kort af Íslandi frá 1944. Einn landshluti sker sig þá úr: Vestfirðir.
Engir vegir. Hægt að þvælast vestur í Króksfjarðarnes með því að sæta sjávarföllum í Gilsfirði.
Einn vegarspotti yfir Gemlufallsheiði og annar milli Patreksfjarðar og Rauðasands.
Þar með upptalið.
Engir flugvellir.
1960 þarf enn að sigla milli Bíldudals og Hrafnseyrar og skrönglast yfir Þingmannaheiði. Enn lent á sjóflugvélum á fjörðunum.
Enn í dag eru Vestfirðir eini landshlutinn með engan alþjóðaflugvöll, og þegar eini flugvöllurinn með aðflugsmöguleika í myrkri var lagður niður, Patreksfjarðarflugvöllur, var eytt í það stórfé að eyðileggja hann svo gersamlega að útilokað væri hafa hann á skrá.
Í sjötíu ár þurfti að notast við Hrafnseyrarheiði, sem var lokuð hálft árið vegna snjóa.
Nú standa menn frammi fyrir því að gamalt og úrelt skip bilar æ ofan í æ í siglingum yfir Breiðafjörð.
Þótt styttist í að vegur um norðurströnd Breiðafjarðar vestur á Barðaströnd verði bundinn slitlagi breytir það litlu, því að áfram eins og hingað til verður Klettsháls helsti farartálminn á þeirri leið.
![]() |
Algjörlega óboðlegt og á ekki að líðast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.6.2022 | 00:41
"Flotinn ósigrandi" 2022 beygir sig fyrir íslenskum veðurdyntum.
Spánverjar sendu "Flotann ósigrandi" í herför til Bretlands 1588 ef rétt er munað til þess að sinna frækilegan sigur á breska flotanum.
Veðrið á Atlantshafinu gerði þá siglingu að einni herfilegust hrakför siglingasögunnar.
Í dag bætist við sigling annars flota, þar sem allir keppa um frækilegan sigur í hnattsiglingu, sem fær snöggan endi vegna dyntanna í íslenska veðrinu, sem er eitt helsta einkenni veðurfars hér við land, jafnvel á þeim tíma ársins, sem er með hæsta loftþrýstinginn og minnstan vind.
Þessi frétt berst á sama sólarhringnum og hópur útlendinga játaði sig sigraðan í göngu á Hvannadalshnjúk.
Vonandi verður endirinn snautlegi líkur því sem sungið var í laginu "Kátir voru karlar", að "allir komu þeir aftur..." o. s. frv.
![]() |
Keppninni aflýst og Ísland lokaáfangastaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)