Atlaga Trumps að forsetaembættinu stóð í mörg ár.

Atlaga Donalds Trumps að forsetaembættinu í Bandaríkjunum hófst ekki í forkosningunum 2016, heldur mörgum árum fyrr þegar hann hóf fordæmalaust einelti á hendur Barack Obama með ásökunum um að hann væri ekki löglega kosinn forseti. 

Trump meira að segja hundelti Obama á köflum með þá ásakana síbylju, að Obama hefði ekki gilt fæðingarvottorð. 

Hann hafði ekki erindi sem erfiði í því máli og engan grúnaði þá, að þetta væri í raun upphafið að sókn Trumps inn í Hvíta húsið. 

I sjónvarpskappræðunum við Biden barst talið að stuðningsmönnum Trumps í harðsnúnum hópi byssumanna, og leit Trump þá beint inn í sjónvarpsvélarnar og áminnti þá um að standa fastir á viðaukagrein stjórnarskrárinnar um rétt til að bera byssur og "vera tilbúnir þegar þar að kæmi."

6. janúar sagði hann beint við æstan múginn, að ætlunin væri að marséra að þinghúsinu og vera trylltir ( "go wild"). 

Hann reyndi að taka stjórn forsetabílsins beint í sínar hendur, og sakaði varaforsetann Mike Pence um heigulskap að taka ekki völdin af þinginu mað því að beita fundarstjóravaldi sínu. 

Það var samhljómur með því og snörunni, sem hengd var upp fyrir Pence utan við þinghúsið og ummæli innrásarmanna um að drepa Pelosi þingforseta. 

Trump taldi í beinni sjónvarpssendingu á árinu á undan að gögn sýndu, að Kínverjar hefðu búið til COVID-19 veiruna sem sýklavopn til þess eina tilgangs að koma í veg fyrir endurkjör sitt!  


mbl.is Fylgdist með árásinni í sjónvarpinu og gerði ekkert
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. júlí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband