Gamalkunnugt hræðslustef kyrjað.

Um síðustu aldamót var það hræðslustef óspart spilað, að ef ekki væri virkjað stanslaust og stærst hér á landi skylli á kreppa og atvinnuleysi. 

Þegar spurt var á móti, hvað tæki við þegar búið væri að virkja allt virkjanlegt var svarið það, að þá værum við dauðir og kæmi málið ekki við. 

Sumir bættu í og sögðu að okkur varðaði ekkert um komandi kynslóðir, því að þær hefðu aldrei gert neitt fyrir okkur. 

Þegar ofurlítill slaki myndaðist í virkjanasókninni í kjölfar hrunsins kom hins vegar í ljós að ferðaþjónustan gaf okkur ekki einasta mesta efnahagsvöxt sögunnar, heldur einnig mesta atvinnuuppbyggingu og virðisauka og hagvöxt fyrir þjóðarbúið. 

Nú er aftur farið að kyrja gamla virkjanasönginn og sagt að það þurfi að tvöfalda orkuframleiðsluna, og að það þurfi vegna íslenskra heimila og fyrirtækja, þegar við blasir, að stóriðjan og námagröfrur fyrir rafmynt er aðalástæðan. 


mbl.is Skortur á raforku gæti ógnað hagvexti á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband