Trefjaplastið rifnar en stálið beyglast?

Trefjaplastbáturinn Örkin er af gerðinni Sómajulla, rétt innan við 20 feta langur opinn trefjaplastbátur, hannaður fyrir utanborðsmótor. 

Hann var notaður til ferða um Hálslón alveg frá upphafi þess haustið 2006. 

Vegna þess að lónið var og er með gríðarlega yfirborðssveiflu, allt að metrum, var afar erfitt að nota bátinn til gerðar efnis fyrir hugsanlega heimildamynd með heitinu "Örkin" því að sífellt þurfti að vera að setja hann á flot, draga hann upp á land eða að finna honum nýja og nýja geymslustaði.  

Þótt reynt væri eftir föngum að draga hann eftir grónu landi, þurfti ekki mikið til að hann skemmmdist af völdum steina sem leyndust í grassverðinum, og á landtökustöðum var ekki alltaf um hentuga staði að ræða. 

Enda fór það svo, að smám saman fóru að koma rifur á ytri byrðing bátsins, sem var og er með tvöfaldan byrðing. 

Undir lok útgerðartímans seig báturinn mikið niður vegna þunga vatns, sem koost inn í gegnum ytra byrðið og var báturinn því í raun ónothæfur og varasamur. 

Vegna léttleika bátsins ef hann var heill, kom ekki til greina að hafa hann úr öðru efni. 

Stálbát af svipaðri stærð hefði hreinlega ekki verið hægt flytja um við hinar óvenjulegu aðstöður við miðlunarlón með stærri og hraðari yfirborðssveiflu en dæmi eru um annars staðar. 

En það var oft glannalegt að sjá hvað hvassbrýndir smásteinar gátu leikið bátinn illa og mátti vel færa að því líkur að ef báturinn hefði verið úr stáli, hefðu þar aðeins myndast beyglur. 

Eftir útgerðina á Hálslóni fékkst styrkur til viðgerðar í Sandgerði og sölu bátsins vestur á firði. 

Núna er minnsti rafbíll landsins að mestu úr plasti og léttum efnum, og sýnir reynslan af akstri hans alveg lygilegan mun á því hvernig plastið þolir árekstra á allt annan hátt en stál.  


mbl.is „Plastið er ekki nógu sterkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 7. september 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband