Kostir flugvélar umfram þyrlu eru miklir.

Enginn dregur í efa gildi góðra björgunarþyrlna fyrir Landhelgisgæsluna. En mörgum hættir til að ofmeta tala niður gildi eftirlitsflugvélar, sem lítið sem ekkert er minnst á núna, þegar á að stöðva rekstur á einu vél Landhelgisgæslunnar. 

Forstjórinn nefndi nokkur atriði í sjónvarpsviðtali í kvöld, svo sem:

Hægt að flytja fleira fólk. 

Hægt að henda út björgunarbáti. 

 

En kostr flugvélar umfram þyrlu eru miklu fleiri. 

Flugvélin flýgur miklu hraðar og hærra en þyrla upp fyrir veðrin, enda með jafnþrýstiklefa. 

Flugvélin hefur miklu meiri drægni.  

Miðað við stærð er þyrla mörgum sinnum dýrari í viðhaldi og rekstri. 

Þyrla þarfnast margfalt lengri tíma í viðhald en flugvél, þannig að óráð er að hafa færri en fimm þyrlur í þyrluflugsveit. 

En mikið vantar á að svo sé og hvað eftir annað liggur við stórslysi vegna þess hve rekstur þyrlusveitarinnar er fjársveltur. 

Á tímum stóraukinnar umferðar stórra skipa við landið, svo sem stórra skemmtiferðaskipa, er það hreint ábyrgðarleysi að líða samfelldan samdrátt árum saman við þann hluta sjálfstæðis þjóðarinnar og sjálfsbjargar sem lágmarks stærð rækjakosts Landhelgisgæslunnar er og að sá tækjakostur sé til taks í islenskri lögsögu. 

Fyrsta flugvél Landhelgisgæslunnar var FPY Catalina.  Það var langfleyg flugvél og það eru 70 ár síðan. 

Með því að leggja landhelgisflugvélina á sama tíma og landhelgin hefur margfaldast, er klukkunni snúið 70 ár afturábak í þessum efnum. 

 


mbl.is Vélin mest verið suður í höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsýnið í Hjalladal við Kárahnjúka var metið á 0 krónur.

Í deilunum vegna Kárahnjúkavirkjunar fóru andmælendur virkjunarinnar fram á að beitt yrði svonefndu "skilyrtu verðmætamati" contingent evaluation) við mat á umhverfisáhrifum. Því var hafnað og sagt að slíkt væri ekki hægt. 

Sú fullyrðing þáverandi valdamanna var röng, því að þróun skilyrts verðmætamats hefur verið framkvæmd víða um heim. 

Þótt farið væri til Noregs til að ræða við Staale Navrud við háskólann í Ási, einn helsta sérfræðing heims á þessu sviði og þar að auki skoðaður Sauðafjörður á suðvesturströnd Noregs sem dæmi um svæði, þar sem svona mati var beitt, var talað fyrir daufum eyrum hér á landi. 

Skilyrt verðmætamat var notað í Sauðafirði (Sauda) þegar teknar voru ákvarðanir um virkjanir þar, og meðal atriða sem skiptu máli var útsýni, sem metið var til fjár. 

En skilningsleysi íslenskra ráðamanna var algert varðandi náttúruundrin og útsýnið í Hjalladal, þar sem miðlunarlon Kárahnjúkavirkjunar átti að koma. 

Á sama tíma var hins vegar útsýnið úr háhýsunum, sem verið var að reisa við Skúlagötu, metið til allt að tuga milljóna króna í hverri íbúð fyrir sig, og samanlagt útsýni í blokkunum til milljarða króna.   

Útsýnið í Hjalladal, sem fórnað var, er gersamlega óafturkræft, þar á meðal stór hluti Kringilsárrana, sem friðun var létt af. 

Nú fyllist þessi dalur hratt upp af aurseti, sem um síðir mun gera virkjunina að mestu afllausa. 


mbl.is Keyptu þakíbúð á 416 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband