TF-SIFog Landhelgisgæslan eru sjálfstæðismál.

Frá árinu 1955 þegar Landhelgisgæslan fékk sína fyrstu flugvél hefur öryggis- og varnamálum Íslands verið háttað þannig að borgaraleg og hernaðarleg gæsla hafa skarast og varnarlið NATO haft hinn hernaðarlega þátt með höndum af þeirri einföldu ástæðu, að vegna smæðar íslensku þjóðrinnar verður að leita atbeina nægilega öflugs erlends herafla.  

Varnarliðið var árum saman með þyrluflugsveit á vellinum, sem notuð var við borgaralega leit og björgun eftir atvikum. 

Catalina sjóflugvél gæslunnar sá um grunneftirlit, og þegar landhelgin stækkaði var Douglas DC-4 keypt; þar á eftir Fokker F-27 Friendship skrúfuþota og 2009 loks núverandi Dash-8 skrúfuþota. 

Við brotthvarf varnarliðsins fór bandaríska þyrlusveitin og siðan hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar annast sjúkra- og eftirlitsflug, en um rekstur þeirra og flugvélarinnar hefur það gilt, að stórvarasamt fjársvelti hefur verið í gangi. 

Um TF-SIF, þyrlurnar og varðskipin gildir, að það er einfaldlega sjálfstæðismál fyrir okkur að hafa með höndum þann hluta öryggismála okkar og ráða sjálfir yfir þeim búnaði sem til þarf. 


mbl.is Færir eftirlit, leit og björgun áratugi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband