Æ hlálegra að tala um "hreinustu borg heims."

Sú tíð er greinilega liðin, ef hún var þá nokkurn tíma, að Reykjavík væri með hreinasta loft allra borga í heiminum. Með köflum virðast heilsuspillandi loftskilyrði vera fleiri daga en ekki. 

Erlendu fyrirfólki er sýnd dýrð niðurdælingar á gróðurhúsalofttegundum við Hellisheiðarvirkjun þar sem enn er mikið starf óunnið við að vinna bug á útblástri brennisteinsvetnis hjá virkjun, sem þar að auki er með svo "ágenga" orkuöflun, að í raun er um rányrkju að ræða. 

Ekki tekur síðan betra við þegar komið er inn í borgina á þurrum vetrardögum þar sem svifryk fer yfir heilsuverndarmörk dag eftir dag. 

Oft er pínlegt að aka á eftir stórum rútum og flutningabílum, þar sem bílstjórar eru margir hverjir gersneyddir allri tilfinningu fyrir því hvers kona rykmökkum þeir þyrla upp með því að róta upp rykmekki með því að halda sig utan við megin hjólförin.

En "svona er Ísland í dag" sagði Jón Ársæll hér um árið.   


mbl.is Styrkur svifryks fór yfir heilsufarsmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Misréttinu skal haldið við.

Eitt mesta misrétti sem haldist hefur við hér hefur falist í því að hið mikilvæga framlag kvenna til þjóðfélagsins í formi uppeldis- og heimilisstarfa hefur verið lítils sem einskis metið til launa. 

Brotalömina hagfræðilega séð má sjá í mótsögnum eins og þeirri, að þegar einhleypur maður hefur haft ráðskonu á heimili sínu og borgað henni laun, en síðan gifst henni, þá minnki þjóðarframleislan við það !

Tugþúsundir íslenskra kvenna unnu þessi störf áður en lög um fæðingarorlof tóku gildi og misstu af mörgum árum í slíku orlofi. 

Í gegnum árin gátu þessi ár safnast saman og gátu þessi glötuðu orlofsár orðið fimm til átta hjá þein konum, sem áttu svo mörg börn. 

Viðleitnin með lögum um orlof húsmæðra er sögð hafa verið barn síns tíma, en það er alrangt. 

Þeir reikningar hafa ekki verið gerðir upp að fullu, heldur eiga enn því miður fullan rétt á sér svo lengi sem á lífi eru konur sem voru mismunun beittar í þessum efnum. 

Viðleitnin til þess að ráðast helst að opinberum útgjaldaliðum til handa hinna verst og afnema þá settu virðist vera takmarkalítil. 


mbl.is Vilja ekki afnema húsmæðraorlof
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. mars 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband