Risagos á svæðinu milli jökla með nokkurra alda millibli. Ekki gleyma Bárðarbungu.

Auk risagosanna, sem Þorvaldur Þórðarson kallar réttilega "háalvarlegt" í viðtengdri frétt á mbl.is, hafa þrjú risagos í viðbót orðið á svæðinu milli Suðurjökla og Vatnajökuls frá landnámi. 

Eldgjárgosið í kringum 930 bauð upp á mesta hraun, sem runnið hefur á jðrðinni á sðgulegum tíma; stærra gos að því leyti en Skaftáreldarnir 1783, sem lengi voru taldir stærstir, enda bættu þeir því við að milljónir manna fórust víða um lönd, og hér á landi féllu 70 prósent búfjár og fjórðungur þjóðarinnar. 

Háalvarlegt hlutverk Bárðarbungu er athyglisvert hvað varðar það, hve það er stórt. Hún getur ráðið gosum allt norðan frá Holuhrauni suður til Hrafntinnuhrauns. 

Í hádegisfréttum RÚV kom fram það álit, að hættan á gosi í Öskju verði að teljast meiri en við Torfajðkul, því að þar sé land buið að rísa um 60 sentimetra af völdum kviku á litlu dýpi. 


mbl.is Háalvarlegt ef eldgos verður í Torfajökulsöskju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 1. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband