Úrvalið eykst og það skilar sér í aukinni sölu.

Þessi bloggpistill er skrifaður með þeim fyrirvara, að með rafbílum sé aðeins átt við hreina rafbíla og svonefndir hybridbílar ekki taldir með.  

Á dögunum vildi svo til að síðuhafi þurfti að taka sér tengiltvinnbíl frá Akureyri til Reykjavíkur af Mitsubishi Eclipse og vera sem fljótastur. 

Þannig fór að sá hluti drifbúnaðarins sem var rafknúinn kom það lítið við sögu í þessari ferð að orkukostnaður og eyðsla urðu heldur meiri en ef notaður hefði verið bíll sem aðeins var knúinn jarðeldsneyti. 

Astæðan er sú að drægni svona bíla á rafaflinu einu er aðeins nokkrir tugir kílómetrar svo að það virkar tefjandi ef reynt er að nota það mikið. 

Helsta ástæða þess að rafbílarnir sækja á í sðlu er líklega aukin fjölbreytni á rafbílum sem henta fleirum, og hluti af ástæðunni getur einnig verið aukinn og alveg nýr innflutningur á kínverskum bílum.  


mbl.is Rafbílar 70% af sölunni í júlí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindviðvaranir eru ekki einhlítar.

Á leið yfir Hellisheiði á dögunum var ekið framhjá fellihýsi, sem hafði snúist í vindi um tæpan hálfhring og verið skilið eftir.  

Það leiðir hugann að því að þeir sem eru á ferð í stífum vindi verða sjálfir að bera ábyrgð á atvikum eins og þessum þótt vindviðranir hafi ekki verið gefnar. 

Þennan dag var það mat síðuhafa í ljósi mjög langrar reynslu af ferðum bæði í lofti og á landi, að á þessum stað í þessari vindátt og vindstyrk væri varasamur kafli vegna vinds austast á Hellisheiði þar sem lúmskir sviptivindar af Henglinum gætu valdið þeim farartækjum vandræðum, sem taka vind illa á sig.

Þar sem landslag er fjöllótt eða fjölbreytilegt er oft á tíðum erfitt fyrir veðurstofuna að spá um afmarkaða staði með hættu á vindhviðum og því verða vegfarendur að vanda sem best við mat sitt á aðstæðum og upplýsingaöflun.  


mbl.is Varasamur vindhraði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband