Ólafshöllin, athyglisvert óperuhús í Þrándheimi. Vitlaust gefið hér?

Þrándheimur er álíka fjölmenn borg og Reykjavík og Þrændalög samanlögð álíka fjölmenn og suðvesturhluti Íslands. 

Báðar borgirnar eru á svipaðri breiddargráðu og menning og lífskjör afar lík. 

Því er það athyglisvert að það vafðist ekkert fyrir þeim norsku að reisa fjölnota tónlistarhús í Þrándheimi, margfalt ódýrara en Hörpuna, sem samt er með fullhannaða aðstöðu fyrir óperu, en það er Harpa ekki. 

"Það er nefnilega vitlaust gefið" orti Steinn Steinarr. 

 


mbl.is Hætta starfsemi vegna niðurskurðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband