Hver er munurinn hættunni á Heklu og Öskju?

Ef rétt er munað kom fram í fréttum í dag, að eftir gosið í Öskju 1961 hefði Askja sigið svo mikið, að þrátt fyrir 70 sentimetra hækkun síðustu tvö ár, væri hún ekki enn komin í sína fyrri hæð. 

Til samanburðar má nefna, að Hekla hafði risið um ákveðna hæð fyrir gosið árið 2000, seig við gosið, en hefur síðan risið eða þanist út á ný og komin upp fyrir hæðina fyrir gosið árið 2000.  

Páll Einarsson hefur margoff lagt það til að blindflugleiðum, sem liggja yfir Heklu, sé hnikað til vegna þess að fyrirvarinn fyrir gos er allt niður í eina klukkustund. 

Tæknilega er hægt ákveða breytingar á fjölflognum flugleiðum, en ekkert hefur gerst í sambandi við Heklu.  

Ýmislegt er nú að koma í ljós varðandi Öskju, sem kallar á markvisst átak varðandi hættuna af umbrotum í öskju. 

Minna má á það hvernig viðvörunarkerfi brást að hluta fyrir nokkrum misserum varðandi snjóflóð.  

Lengi vel var langbylgjuútvarpið gamla mikilvægt til að nota sem upplýsingamiðil um allt land. 

Það virðist vera að koma í ljós að fjarskiptasamband á stórum hluta landsins sé ansi götótt. 

Nú þarf að spýta í lófana hjá þeim, sem sjá um þjóðaröryggi okkar.  


mbl.is „Við stöndum ofan á eldfjalli“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband