Svörtu blettirnir á Þjóðvegi eitt.

Eftir talsverðan akstur um Þjóðveg sker eitt í augu bílstjórans: Svartar klessur, misjafnlega margar en sums staðar svo þéttar eins og í Blömduhlíðinni, að allt í einu vaknar undrun yfir því að sjá þetta.

Ástæðan er samt augljós; Vegurinn er svo öldóttur að bílar reka undirvagnana niður og skilja eftir skán af undirvagninum í malbikinu. 

Þetta getur verið dýrt spaug, og minna má á það, veghæð margra rafbila er lítil, vegna þess að rafhlöðurnar eru hafðar undir botninum eða sem hluti af botninum. 

Fróðlegt væri að fræðast nánar um þetta, hjá tryggingarfélögunum, umboðunum og verkstæðunum. 


Fyrirbæri sem sést um allt land.

Á leið frá Reykjavík austur á land má víða sjá merki um það hvernig fljótræði og ákafi hafa valdið því, að hið göfuga markmið skógræktar gera því miður of mikið af því að skerða útsýni og tilvist margra þeirra náttúrufyrirbæra, sem eru helstu verðmæti ímyndar landsins okkar. 

Sums staðar gerist þetta svo hratt, að undrum sætir. Sem dæmi hafa fallegir og einkennandi klettaröðlar við Þjóðveg eitt drukknað í barrtrjám á leðinni norðan Borgarness upp til Bifrastar.  

Á sumum stöðum hefur fallegum byggingum í sveitunum, jafnvel kirkjum verið gert að hljóta slik örlög.  

Í ofanálag gildir víða svipað viðkvæði og nú heyrist varðandi há barrtré, sem eru á leið með að stórskaða aðflug og flugtak a annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar, að trén njóti friðunar eða annarra skilyrða, sem sett voru þegar gróðursetningin hófst. 

 


mbl.is Styðja kröfu um bætt flugöryggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband