Einstein: Ekki hægt að bæta úr mistökum ef nota á sömu hugsun og olli þeim.

Stóra myndin af auðlindamálastefnu jarðarbúa er sú, að hún er knúin áfram af óseðjandi nýtingarþörf í veldisvexti og í því felast grundcallarmistök. 

Hermt er að Albert Einstein hafi sagt almennt um mistök, að ef menn ætluðu sér að læra af þeim og bæta sitt ráð, fælist kolröng leið í því ef nota ætti sömu hugsun við það og olli þeim. 

Þetta gildir um íslenska orkustefnu.  Eina ráðið, sem síbyljukórinn um að tvöfalda virkjanahraðann kann, felst í sömu hugsuninni og olli meintum orkuskorti nú til orskuskipta. 

Talan, sem vitnar um það er 80 prósent, þ.e. þau 80 prósent af orkuframleiðslu okkar sem fara til erlendra stóriðjufyrirtækja og rafmyntagraftar. Þessi talar hækkar sífellt á kostnað íslenskra fyrirtækja og heimila. 

"Popplag í G-dúr, það er engin leið að hætta" sungu Stuðmenn, og hækkuðu sífellt tóntegundina. 


mbl.is „Þurfum að hafa hraðari hendur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband