Síbreytileg hegðun eldstöðva, sem brýst fram hér og þar?

Í ágúst 2014 hófst skjálftahrina í Bárðarbungu, sem er hugsanlega öflugasta megineldstöð landsins. Aður en hún hófst hafði sú tilgáta að þessi mikilvirka eldstöð hefði í krafti kvikuinnskota til suðvesturs hálfpartinn stjórnað hinum stóru gosum sem teygðu sig allt suður í Hrafntinnuhraun 1477.  

Hins vegar var þá talið að Bárðarbunga hefði ekki sams konar áhrif yfir til Öskju. 

Í sjálfstæðri fréttaferð til Sauðárflugvallar var fyrst veitt athygli sú gígaröð sem hafði gosið í Holuhrauni fyrir um tveimur öldum, en beðið var álits Páls Einarssonar á því í þrjá daga. 

Í ljós kom að Bárðarbunga hafði verið sðkudólgurinn því nú endurtók hún leikinn með margfalt stærra Holuhrauni, sem var mesta hraungos á landinu frá Skaftáreldum. 

Vísindamenn virðast nú standa hugsanlega frammi fyrir því endurmati, sem speglast í mbl.is viðtölum við Þorbjörn Þórðarson, og það endurmat snertir mun stærra svæði en 2014. 


mbl.is Kvika sem hefur ekki sést áður á skaganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband