Þrettán eldstöðvar sýna merki um virkni. Þvi hafði verið spáð.

Um síðustu aldamót leiddu jarðfræðingar líkum að því að vegna minnkunar íslensku jöklanna, myndi virkni íslenskra eldstöðva aukast á þessari öld, líkt og gerðist fyrir ellefu þúsund árum í lok síðustu ísaldar. 

Guðmunur Sigvaldason sló á þá ágiskun að þá hefðu eldgos orðið allt að þrjátíu sinnum tíðari en þekkst hefði áður, aðallega á svæðinu norðan núverandi Vatnajökuls. Því væri það engin tilviljun að stærsta hraunbreiða Íslands, Ódáðahraun, sæti þar eftir sem vitni um þetta.  

Ástæðan er sú létting á jökulfargiinu, sem hafði þetta í för með sér, og léttingin varð mest á þessu norðaustursvæði. 

Ekkert er líklega hægt að segja með vissu um það hvort svipað sé almennt í aðsigi nú, en hvernig, sem því er háttað, að þrettán eldstöðvar sýni nú merki um virkni, rímar alveg við aldarfjórðungs gamla spána um slíkt. 

Sumar þeirra hafa verið rólegar í aldaraðir, likt og eldstöðvarnar á Reykjanesskagi þar sem þær hafa nú vaknað eftir átta alda svefn.    


mbl.is Þessar eldstöðvar sýna merki um virkni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 30. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband