Húnavallaleiðin hefði átt að vera löngu komin.

Fyrir um hálfri öld voru skiptar skoðanir um það hvar skyldi byggja nýja brú yfir Ytri-Rangá við Hellu. 

Andstaða var við að færa brúarstæðið tæpan kílómetra sunnar en þáverandi brú var, og voru miklar hrakspár þuldar um það tjón sem byggðin, sem komin var við þáverandi brú, yrði fyrir og nánast hætta á eyðingu byggðarinnar, þegar hætt yrði að hafa aðalumferðarhæðina á hinum forna stað.  

Ingólfur á Hellu var áhrifamikill og ef rétt er munað átti hann þátt í lausn málsins, þar sem liðkað var til við að breyta byggðinni í samærmi við nýtt brúarstæði.

Hver sá, sem nú brunar yfir nýju brúna hlýtur að undrast þá þröngsýni sem lýsti sér í andstöðu við það fyrirkomulag, sem nú blasir við, að helstu þjónustustofnarnirnar þarna eru auðvitað á langheppilegasta staðnum.

Nú stendur fyrir dyrum að leggja nýja leið framhjá gæmla miðbænum um nýja brú á Selfossi, og er það vel. 

Í sjötíu ár hefur það blasað við, hve mikil búbót væri að þvi að stytta Þjóðveg eitt Frá Brekku skammt frá Stóru-Giljá til Fagraness/Hvamms í Langadal. 

Við Fagranes er gamalt vað, Mjósyndi, og hið ákjósanlegasta brúarstæði.  

Hugsanlegt er að bæta fyrir tjón á farvegi Blöndu fyrir neðan Hvamm, sem varð við það að sunnar í dalnum var þjóðvegurinn færður á uppfyllingu út í Blöndu, en við það var eðlilegum straumi árinnar raskað, þannig að hún fór að brjóta bakkana í landi Hvamms. 

Vegagerðin tók uppfyllingarefni úr farvegi Hvammsár og lofaði því að gera varnargarða í staðinn við bakka Blöndu.  

Þetta var ekki efnt fyrr en alltof seint þegar áin hafði valdið talsverðu landbroti. 

Nú gefst tækifæri til að huga að skynsamlegri útfærslu á vegamótunum við Fagranes/Hvamm. 

Vegarkaflinn utar í dalnum hefur lengið verið erfiður vegna slæmra veðra á vetrum í norðanhríð. 

Nú getur ný leið yfir Ása lagfært það. 

Núverandi Svinvetningabraut hentar ekki, þvi að hún er of krókótt, fer á einum stað í hátt á þriðja hundrað metra hæð yfir sjó, og brúin sem gerð var hjá Löngumýri 1950 er of sunnarlega í Blöndudalnum og barn síns tíma. 


mbl.is Vill stytta ferðina milli Reykjavíkur og Akureyrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband