Engir hjálmar, aldrei flautað, oft tvímennt, mikil fjölgun rafhlaupahjóla.

Á vegum þessarar bloggsíðu hefur verið reynt að fylgjast með framþróun í notkun hverskyns hjóla í umferðinni í átta ár. Blíðfari. Geirsnefi. Super Soco CUx 25km.

Síðustu tvö til þrjú ára skera sig úr hvað varðar notkun rafhlaupahjóla, sem ekki þyrfti að vera áhyggjuefni nema vegna þess hvernig alltof margir sýna hættulegan akstur. 

Síðustu daga hefur staðið yfir skoðun bloggsíðunnar á rafhjólaflotanum, en notkun hans hefur því miður allt of mikið birst í vítaverðum glannaskap og kæruleysi. ´

Þeyst er langt yfir hraðamörkum, hjálmlaust og oft tvímennt, ætt yfir hraðamörkum í blindum skilyrðum án þess að nota flautu og margir langt undir lögaldri.  

Yfirlæknir bráðamótttöknnar á Landsspítalanum staðfestir afleiðingar þessa háttalags, sem birtist að sjálfsögðu í fjölgun slysa. Myndin er tekin á Geirsnefinu í einni af kynnisferðum á léttu rafbifhjóli sem er með 25 km/klst hámarkshraða. 

Vegna þessa rólega hraða og það við góðar aðstæður á mörgum hjólastígum, hefur það virkað hvetjandi að komast út úr blandaðri umferð á götunum. 

En greinilega þarf að breyta miklu frá núverandi hættuástandi til þess að kostir hjólastíganna fái notið sín.  


mbl.is Slysunum fer ekki fækkandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband