Meginlínurnar og húsið á sandinum.

Alþekkt er dæmisagan úr Biblíunni um mennina tvo sem byggðu sér hús, annar á bjargi og hinn á sandi. Hún kemur vissulega í hugann núna þegar við blasir sú hugsun að viðhalda 4000 manna byggð á svæði, þar sem jörð getur umturnast hvenær sem er af sprungum og jafnveld eldgosum í sigdæld, sem er hluti af 15 kílómetra löngum kvikugangi af sömu gerð og gígaröð, sem myndaðist á fyrra umbrotaskeiði, sem stóð öldum saman. 

Rof Grindavíkurvegur sýnir að engin þeirra þriggja leiða sem legið hafa inn í Grindavík er óhult fyrir eyðingarafli jarðeldsins.  

Þótt Suðurstrandarvegur sé enn opinn, skeikaði litlu í Fagradalseldum að hann rofnaði í framhaldi af því að hraun rann í átt að honum við Nátthaga.  

Glögglega hefur sést á gögnum sem fyrir lágu fyrir áttatíu árum, að sprungusvæðið sem hótar að viðhalda eyðileggingu byggðarstæði Grindavíkurbæjar, liggur til suðvesturs út í sjó. 

Ekki er að sjá að hægt sé að tryggja að allar veglínurnar þrjár, sem hingað til hafa verið óskemmdar til Grindavíkur standist hugsanleg áhlaup jarðeldsins sem nú ræður í raun ríkjum á þessu svæði. 


mbl.is Kvikugangurinn 15 kílómetra langur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband