Óvitaskapur að hleypa lífi í dauð sjávarpláss?

Framkvæmdastjóri LÍÚ sýnir ákveðna firrningu þegar hann telur það vera óvitaskap að leyfa hóflegar strandveiðar og hleypa með því lífi í sjávarpláss, sem hin dauða hönd kvótakerfsins hefur lagt á. 

Hann metur það einskis að nú geti ferðamenn komið á þessa staði og fengið betur en áður nasasjón af því heillandi mannlífi sem að jafnaði þrífst í kringum fiskveiðar og bæði þéttbýlisfólk og útlendingar þrá að upplifa í þeirri upplifunarferðamennsku sem nýtur sívaxandi vinsælda.

Á fundi um tillögur Íslandsrhreyfingarinnar um strandveiðar fyrir kosningar 2007 var Friðrik annar frummælenda og hafði allt á hornum sér varðandi þessar hugmyndir, taldi að veiðarnar myndu fara algerlega úr böndunum og veiðin verða alltof mikil, allt að 20-30 þúsund tonn á ári.

Vitnaði hann þá í smábátaveiðarnar á tíunda áratug síðustu aldar sem hefðu farið úr böndunum.

Við héldum því fram að með því að fara af stað í smáum stíl með vel ígrunduðum takmörkunum væri þetta framfaraspor, bæði menningarlega og efnahagslega ef horft er út fyrir hinn þrönga hring stórúgerðarmanna.  

Strandveiðarnar sýna að þetta er framkvæmanlegt þótt vissulega þurfi að vera vel á tánum til þess að tryggja að þær fari ekki úr böndunum.  


mbl.is Óvitaskapur í sjávarútvegsráðuneytinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ófyrirleitni LÍÚ í að verja arðrán og mannréttindabrot kvótakerfisins og viðhalda þessum stuldi og fjárættuspili með þjóðareign og það meðmeð dyggum stuðningi MBL, er nánast ótrúleg.  Hræðsluáróðurinn út af því að þurfa að skila 5% á ári og leigja í staðinn yfir 20 ár til að leiðrétta þessa ólöglegu eignatilfærslu, er nánast kómískur. Það vantar bara að þeir tali um heimsendi.  Þeir telja meira að segja að ef þetta eigi að verða, þá þurfi ríkið að greiða hundruð milljarða króna skuldir útgerðarinnar, sem til eru komnar af yfirveðsetningum, braski og gambli með tuskubúðir í London.

Þetta er svo vitfirrt að maður á ekki orð. Þetta er kalda greipin, sem við þurfum og verðum að losa, ef hér á að verða réttlátari skipting og framtíð í landinu.  Hótanirnar þeirra eru algerlega í anda fjölþjóðafyrirtækja, sem kúga þjóðir með orkuverð með því að segjast fara.  Ég veit ekki hvaðþeir halda sig vera þessir tappar. Nú skal veldi þessa aðals og örfárra dekurfjölskyldna ljúka.

Ég foratta Samfylkinguna í einu og öllu sem stjórnmálaflokk, en þarna eiga þeir minn stuðning vísann, bara svo það sé á hreinu. Ég bind ekki bagga mína flokksböndum og fleiri og fleiri Íslendingar eru farnir að móta afstöðu sína á sama hátt.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 14:27

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þessi málflutningur Friðriks J Arngrímssonar dæmir sig sjálfur og er í þeim anda sem mikið er notaður núna og þá sérstaklega af stjórnarandstæðingum. Ef þú ert ekki sammála mér þá ert þú óviti, heimsk, fáviti o....

Ef fólk virkilega heldur að svona skítkast til þeirra sem hafa aðra skoðun, beri vott um þroskaðan málflutning, þá er það misskilningur. Þarna er óttinn við valdamissi holdi klæddur og sá sem er hræddur beitir að því er virðist síður rökum, en notar innihaldslitla fullyrðingar.

Strandveiðarnar sl sumar voru góð byrjun á að opna fyrir frelsi til veiða á grunnslóð og gáfu góða vísbendingu um að það er brýn þörf á slíku. Það er mín skoðum að við Íslendingar ættum í auknum mæli að auka svokallaðar vistvænar veiðar á grunnslóðinni. Þá er ég að tala um króka og netaveiðar. Skoðum hvaða leiðir nágrannar okkar í Noregi hafa farið og hverju þær hafa skilað.

Ég er líka fylgjandi þeirri hugmynd að efna til svokallaðra vísindaveiða á miðunum hér við land, bæði grunn og djúpslóð, líkt og Rússneska Hafrannsóknastofnunin í Múrmansk gerði í Barentshafi nýverið. Með þeirri aðferð var þéttleiki fiskistofna mældur og veiðiheimildir stórauknar í framhaldinu. Þar var það fyrst og fremst þorskstofninn sem bar meiri veiðar í Barentshafinu og rökrétt að ætla að svo geti einnig verið við Ísland

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.1.2010 kl. 14:42

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einu rökin, sem Friðrik á eru þau að 56% þeirra, sem reka fiskmarkaði telja fiskinn ú smærri bátunum betri!  Það sé ekki nógu hátt hlutfall!  Gefur þá líklega í skyn að tæpur helmingur telji hann verri, en það er tæplega raunin. Það þarf enginn að segja mér að fiskur af dagróðrabátum er ferskari en Ísaður togarafiskur. Í versta falli sambærilegur.

Hvaðan þesi könnun kemur er mér óljóst, en eitthvað segir mér að þetta sé nú innanbúðarkönnun frá LÍÚ sjálfu, svo hlutleysi má draga stórlega í efa, en engu að síður er vitnisburðirnn klárlega strandveiðum í hag.

Þetta er svo aumt hjá manninum að hann er bara hlægilegur.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þessi tilraun sjávarútvegsráðherra er örugglega nokkurra þorska virði. Og það er rétt hjá þér, nafni, að það eru ákveðin verðmæti í því að hleypa nýju lífi í litlu sjávarplássin hringinn í kringum landið....

Ómar Bjarki Smárason, 17.1.2010 kl. 14:47

5 identicon

loksins kom blogg af viti,þetta verður gott mál.

gisli (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 14:58

6 identicon

Sem sagt niðurstaðan hjá ykkur er þessi, það er í lagi að rýra kvóta hjá einum og færa til annars án tillit til þess hvort hann á 10 tonn eða 10000 tonn og þessi sem á 10 tonnin var að veiða 40 til 60 tonn á viðmiðunarárunum í þessari umræðu verðið að átta ykkur á því að mikið hefur gengið á í sögu kvótakerfisins.

Magnús Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.1.2010 kl. 15:54

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jón Steinar Samfylkingin hefur minnst með þetta að gera,  hér erum við að sjá verk sjávarútvegsráðherrans Jóns Bjarnasonar sem er að vinna mjög gott starf, þó ekki fari hátt, bæði meðal sjómanna og bænda.  Hann hefur ráðið mann sér til fulltingis sem þekkir manna best til strandveiða og kvótabrasks Guðjón Arnar Kristjánsson til að undirbúa málin, ég er stolt fyrir hönd hans og okkar sem búum úti á landi, og sérlega stolt af Jóni Bjarnasyni, og ég veit líka að hann er að vinna að meiri heimaslátrun bænda og liðka til um að í framtíðinni getum við fengið ódýrara og betur hanterað kjöt beint frá bændum.  Vonandi kemst Samfylkingin ekki upp með að láta Jón Bjarnason fara, því það er ég hrædd um að sé á þeirra teikniborði eins og var með Ögmund Jónasson.   Það tekur á að heyra Samfylkinguna mærða fyrir eitthvað sem hún hefur ekki gert. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 17:13

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

svo má hnykkja á því minn ágæti Ómar að sjávarútvegsstefna Íslandshreyfingainnar var mikið til sú sama og Frjálslyndaflokksins, og var þar með úr sögunni þeirra megin þegar þið gegnuð í Samfylkinguna. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 18:15

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Munurinn á stefnu þessarar tveggja framboða var sá að við vildum fara mun varlegar í strandveiðarnar til að tryggja að þær færu ekki úr böndunum.

Munurinn var fimmfaldur. Við vildum leyfa allt að sex tonna báta, en þeir allt að 30 tonna báta.

Við færðum þau rök að mikilvægara væri að fara af stað með fyllsta öryggi og eiga þá frekar inni að auka heimildirnar.

Reynslan af strandveiðunum núna bendir til þess að þetta hafi verið rétt mat hjá okkur.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 19:15

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ómar án þess að ég vilji fara að rífast við þig um þessi mál. Þá vil ég benda þér á að við vorum með mestu reynsluboltana í fiskveiðum, ekki bara Guðjón Arnar heldur líka fleiri sjómenn sem vita sínu viti.  Ég vildi raunar að við hefðum haft vit á að leiða saman okkar hesta, en ekki fara svona út og suður eins og virðist alltaf gerast.  Ef við smáflokkarnir bærum gæfu til að standa saman og leggja okkar línur í takt þá er ég viss um að landið okkar væri í betri málum í dag.  En því miður gleypti Samfylkingin ykkur með húð og hári og nú sitjið þið eins og Jónas í hvalnum og hafið enga rödd nema rödd snarminnkandi Samfylkingar, sem vill öllu fórna til að koma okkur inn í ESB.  En annar vil ég þakka þér fyrir allt það góða og gamla hér í dan með BG og þeim skemmtunum sem við komum að hér í den. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.1.2010 kl. 19:56

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þetta er rangt hjá þér, Ásthildur. Á landsfundi Samfylkingarinnar í fyrra fór öflugt fólk úr Íslandshreyfingunni í sjávarútvegsnefnd flokksins og lét þar að sér kveða svo um munaði ásamt samherjum í þessum málum, sem þar voru fyrir.

Meðal nefndarmanna voru Margrét Sverrisdóttir og Eiríkur Stefánsson, áður í Frjálslynda flokknum. 

Útkoman varð breytt sjávarútvegsstefna flokksins sem skilaði sér í tvennu, fyrningarleið í stjórnarsáttmála og strandveiðum. 

Íslandshreyfingin og Frjálslyndir höfðu allan tímann gerólíka stefnu í aðalmálum Íslandshreyfingarinnar, umhverfismálum og stóriðjumálum og gátu aldrei náð saman um þau.

Íslandshreyfingarfólk fór í umhverfisnefnd landsfundar Sf og tók þar höndum saman við grænt fólk í Sf og tókst að koma í veg fyrir að samþykkt væri á landsfundinum sú stefna að Sf vildi láta reisa eins mörg álver á Íslandi og orka landsins hrykki til. 

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 21:14

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Smáviðbót: Helstu atriðin úr ályktun umhverfisnefndar landsfundar Sf fóru beint í stjórnarsáttmálann.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 21:16

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

......fóru beint í stjórnarsáttmálann og hurfu þar að undanskilinni ákvörðun Jóns Bj. um strandveiðar. Það skilaði áþreifanlegum árangri og breytti í þrjá mánuði allri ásýnd sjávarþorpanna austur fyrir Langnes. Sú viðbót við aflaheimildir mun þó ekki hafa verið nema sem svarar nokkrum hluta þess afla sem fleygt er fyrir borð í aflamarkskerfinu á ársgrundvelli. Fyrningarleiðin sýnist mér ámóta fjarlæg og á fyrstu dögum veðsetningaheimildanna. Og nú er ríkið tekið að yfirtaka kvótasettar útgerðir í greiðsluþroti og tekið til við að selja þær aftur!

Ætli Óína Þorvarðardóttir sé ekki eini fulltrúi Samfylkingar á Alþingi sem hefur tilburði í þá veru að standa við ályktun landsfundarins- og bíða hennar þá ekki sömu örlog í flokknum og Karls V. Matthíasonar? 

Árni Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 21:57

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í lögum allra flokka stendur að landsfundir séu æðsta vald flokksins og á milli funda hafi ýmist miðstjórnir eða flokksráð þetta vald.

Í praxis ráða þingflokkarnir samt nær öllu á milli landsfunda og kosninga. Þannig er það hjá öllum flokkum.

Ef hins vegar það hefði verið samþykkt á landsfundi Samfó að stefna flokksins yrði sú að reisa eins mörg álver og hægt væri sjá flestir er hægt að ímynda sér hvað hefði fylgt í kjölfarið.

Þá hefði legið fyrir að stefna núverandi stjórnarflokka væri gerólík hvað þetta snerti.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 22:12

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Afsakið tvö orð sem var óvart ofaukið hér að ofan, orðin "sjá flestir" og setningin á að vera svona:

"...að reisa eins mörg álver og hægt væri er hægt að ímynda sér hvað hefði fylgt í kjölfarið.

Ómar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 22:15

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ásthildur. Ég veit svosem að þetta er ekki undan rifjum Samfó sprottið, en á meðan þeir hafa tekið þetta mál í fóstur, þá er það eina málið í stefnuskrá þeirra að ég hel, sem ég finn til einhverrar einingar með.  Mér er fullkunnugt um Frjálslynd og vinnu Adda í málinu og hef fylgst með því. Nefndi meira að segja þessa fyrningarleið hér fyrir um 3 árum eða fjórum, áðir en ég hafði séð nokkurn mann nefna slíkt. Talaði meira að segja um 15-20 ára útfærslu. 

Þetta er einmitt eitt af þeim málum, sem menn þora tæpast að hafa á stefnuskrá vegna aðkomu einkageirans að fjármögnun flokka. Því þarf að breyta. Óréttlætinu og sukkinu er viðhaldið með mútum, segi ég.

Þetta snýst um að færa eignarhald yfir til réttmætra eigenda og koma í veg fyrir brask, sem hefur komið þjóðinni um koll.  Menn leigja af ríkinu í stað þess að eiga heimildirnar á borði og nota þær sem veð í öðru braski. Er ekki flókið fyrir mér.

Annars held ég að menn ættu að geta mæst um miðja leið varðandi stærð báta.  að 12-18 tonnum myndi ég telja ásættanlegt og jafnvel æskilegt ef öryggi til sjós er haft í huga líka.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 23:20

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Fyrningarleiðin kom raunar fyrst fyrir í upphafi þessa áratugar en hvarf næstum jafn skjótt og hún kom.

Ómar Ragnarsson, 18.1.2010 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband