Réttur maður með réttum mönnum.

Það er einstaklega ánægjulegt að sjá tilþrifin, kraftinn og leiknina hjá Eiði Smára Guðjonsen þessa dagana. 

En augljóst er að hann þrífst best hjá góðum knattspyrnuliðum, það sést á mörkum hans, sem hafa verið sýnd, en góðir semherjar hans sjá hvað hann ætlast fyrir og senda á hann hárnákvæmar sendingar sem hann síðan vinnur úr á frábæran hátt.

Hjá lakara liði gerist þetta síður og kannski hægt að sjá á þessum mörkum, hvað það var sem Eið vantaði hjá Monakó. Kannski reyndi hann að taka svona rispur þar en samherjarnir skildu ekki hvað hann var að fara eða gáfu ekki á hann sendingarnar sem hann þurfti.  


mbl.is Eiður Smári innsiglaði sigur Tottenham - Stórsigur hjá Chelsea
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lakt er Mónakólið,
lélegt allt það svið,
fékk þar engan frið,
að fitla boltann við.

Þorsteinn Briem, 25.3.2010 kl. 08:53

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lakt er Mónakólið,
lélegt allt það svið,
fékk þar góðan frið,
að fitla hina við.

Þorsteinn Briem, 25.3.2010 kl. 08:56

3 identicon

Ómar!

Eiður er allt of góður leikmaður fyrir Mónakó. Horfði á nokkra leiki með þeim og miðjumennirnir eru slakir og kunna ekki að nota framherjana sem sjaldan fá góðar sendingar sem skila marki. Það er gaman að sjá Eið núna, allt annað í gangi hjá honum.

Vonandi gengur honum vel áfram

Árni Kristmundsson (IP-tala skráð) 25.3.2010 kl. 08:56

4 Smámynd: Hamarinn

Það er vonandi að karlinn haldi þessu áfram.

Hamarinn, 25.3.2010 kl. 12:16

5 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Þarna er hann á réttum stað.

Haraldur Bjarnason, 25.3.2010 kl. 13:18

6 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þá er hann líka of góður fyrir landsliðið okkar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 25.3.2010 kl. 13:39

7 Smámynd: Hamarinn

Enda getur það ekki neitt.

Hamarinn, 25.3.2010 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband