1986 enn og aftur.

Í aðdraganda úrslitakvöldsins í Evróvision 1986 var það orðið formsatriði í augum margra Íslendinga að innbyrða sigurinn, svo sigurstranglegan töldum við Gleðbankann vera. 

Niðurstaðan varð 16. sætið. 

Ekkert virðumst við hafa lært af þessu þótt við höfum haft 24 ár til þess. Aftur gerðist það nákvæmlega sama og fyrir 24 árum, að eftir forkeppnina og lokaæfinguna væri það bæði formsatriði að taka 1. sætið. 

Umræðan var meira að segja komin í þann gír að ráða fram úr þein vanda að halda keppnina á næsta ári og því velt upp hvort Norðmenn gætu gert það fyrir okkur. 

Það breytir því þó ekki að Hera Björk og íslenski hópurinn stóð sig óaðfinnanlega og gerði sitt besta. 

Það gleymdist hins bar að þetta er söngvakeppni, ekki söngvarakeppni og að það er mjög erfitt að leggja dóma á smekk einstaklinga eða þjóða. 


mbl.is Svona er þetta bara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband