Gerðum okkur grein fyrir hættunni, en....

Hin óhugnanlegu morð í Afganista leiða huga minn að ferðalagi, sem ég fór 2006 með Helga Hróbjartssyni, trúboða, um suðurhluta Eþíópíu, og lá einn kafli leiðarinnar meðfram landamærunum að Sómalíu. dscf0026.jpg

Okkur var sagt að þetta gæti verið hættuspil vegna þess að ræningjaflokkar frá Sómalíu ættu það til að fara yfir landamærin og ræna ferðamenn, ekki hvað síst ef þeir væru vestrænir eins og við vorum. 

Væru vestrænir ferðamenn því sjaldséðir á þessum slóðum. 

Við gerðum okkur grein fyrir hættuna af því að ferðast óvarðir, sambandslausir og vopnlausir um afskekktar og óbyggðar slóðir þar sem leiðin lá sums staðar um sandauðnir.   dscf0023.jpg

Sum staðar urðum við að stansa til þess að nærast og gátum þá verið auðveld bráð vígamanna.

Á þessum árum og þeim næstu voru herskáir múslimar skæðir í Sómalíu, rændu sjóför undan ströndum landsins og náði ógn þeirra inn í Eþíópíu. 

Fór svo að lokum að Bandaríkjaher gerði árás á helstu stöðvar þeirra og linnti þá þessu óárani í bili. 

Munurinn á því að ferðast með kristnum trúboða í Eþíópíu eða Afganistan er þó talsverður þannig að Afganistan er margfalt hættulegra land. dscf0024.jpg

Í Eþíópíu hefur kristni verið í landinu 700 árum lengur en hér á landi og mikil helgi er yfir forsögu landsins sem nær allt aftur til meints sambands drottningarinnar af Saba og Salómons. 

Hins vegar er múslimatrú sterk á þessum slóðum og öfgamenn hafa sótt í sig veðrið. 

Í Sómalíu er engin hefð sem líkist hefðinni í Eþíópíu og sambýli trúarbragða, sem þar hefur lengi ríkt, og ræningjaflokkar þaðan gátu því verið illvígir. dscf0025.jpg

Helgi Hróbjartsson er hins vegar í svo miklum metum þarna að líkist því sem er um helga menn. Nær sú virðing langt út fyrir raðir kristinna og mér var sagt, að meðan ég væri á ferð með honum væri ég eins vel settur og hugsast gæti, slíkrar virðingar nyti hann. 

Hin svívirðilegu morð í Afganistan sýna hins vegar að enginn er óhultur neins staðar. Það er sú hætta sem við verðum að gera okkur grein fyrir á ferðum um fjarlægar slóðir. 

Og þau eru einn eitt dæmið um þær erfiðu aðstæður sem Bandaríkjamenn og NATO hafa komið sér í með því að reyna að gera það sem hvorki Bretum né Sovétmönnum tókst á sínum tíma. 


mbl.is Gerðu sér grein fyrir hættunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu mér, Ómar, hvað varst ÞÚ að gera í Sómalíu árið 2006?

Varstu á launum frá einhverjum eða varstu bara að eyða peningum í eina af þessum 9 myndum sem þú með í bígerð ??

Guð minn almáttugur hvað ég er orðinn þreyttur á þessum montsögum þínum .... ef einhver hefur lent í einhverju þá hefur þú upplifað það sama ... yfirleitt tvisvar!

Egill Þór (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 02:03

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ómar, þessi fréttaævintýri koma frá sömu fréttamaskínunni og seldi okkur hollywoodsjóið  11. sept. 2001 og gjöreyðingarvopnin í Írak osfrv., möo hafði gjöreytt sínum trúverðuleika fyrir mörgum árum - en samt finnst enn fólk sen reynir að kjafta fram þennan lygaáróður og það við orðið engar undirtektir. Sorglegt.

Baldur Fjölnisson, 8.8.2010 kl. 02:57

3 Smámynd: Teitur Haraldsson

Mundu að þeir sem eru sáttir við það sem þú segir/skrifar commenta yfirleitt ekki

Ekki láta þessa leiðinda púka draga úr þér.
Takk.

Teitur Haraldsson, 8.8.2010 kl. 03:21

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Egill Þór og Baldur Fj............Aular sem þora ekki einu sinni að koma fram undir nafni. Á enskunni heitir þetta að " Play the game with the bravery of being out of range" . Á Íslensku...GUNGUR.

Halldór Egill Guðnason, 8.8.2010 kl. 04:49

5 identicon

Ómar.

Ég er staddur í Afghanistan og hef verið hérna síðan í apríl sl. Staðan er svo margfalt verri og hrikalegri en fjölmiðlar gera grein fyrir. T.d. var sjálfsmorðsárás skammt frá mér fyrir um 2 vikum þar sem gefið var út að 4 hefðu látist. Samstarfsfélagi minn býr við árásarstaðinn og hann sagði mér að hann hefði farið út og hjálpað til við hreinsum og að það hefðu verið a.m.k. 20 látnir

Við fáum bara að heyra það sem við EIGUM að heyra.

Björn (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 04:56

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú ert greinilega svo æstur, minn elskulegi Egill Þór, að þú lest ekki einu sinni það sem ég segi í pistlinum. Ég var ekki í Sómalíu 2006 heldur í Eþíópíu og fór um svæði sem er nálægt landamærum Sómalíu.

Ég fór á vegum Sjónvarpsins og Akureyrarbæjar til að afhenda kornmyllu til lítils þorps í El-Kere héraði sem var gjöf frá Akureyringum til þorpsbúa. 

Ein svona kornmylla gerbreytir öllu lífi fólksins í þorpi af þessu tagi. Ég gerði um þetta ferðalag nokkra fréttapistla í Sjónvarpsfréttum og nú orðið í sarpinum efni í stærri mynd frá Afríku, sem þú þarft ekki að sjá eða heyra frekar en þú vilt. 

Ég veit ekki hvað þú átt við með orðinu "montsögum."  Kannski er þér illa við það að í þessu hrjáða landi skuli vera Íslendingur á borð við Helga Hróbjartsson, sem nýtur fádæma virðingar fyrir fórnfóst hugsjónastarf í þágu líknar og samhjálpar. 

Ef þú ert orðinn svona "þreyttur" á því sem ég er að segja frá og sýna er það undarlegt að þú skulir samt vera að lesa pistla mína eða sjá myndir sem ég hef gert, stuttar eða langar eftir atvikum. 

Þú munt ekki hræða mig frá því að halda því áfram því að ég sé ekki að ég hafi gert þér neitt. Þú ert algerlega frjáls að því að loka augum og eyrum fyrir því sem ég hef fram að færa.

Ómar Ragnarsson, 8.8.2010 kl. 07:44

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég get síðan bætt því við, Egill Þór, að í pistlinum er ég að lýsa því hvað Afganistan sé miklu hættulegra land fyrir vestræna menn en Eþíópía.

En þú snýrð þessu öllu við eins og allir mega sjá sem lesa pistilinn og athugasemd þína. 

Ómar Ragnarsson, 8.8.2010 kl. 07:50

8 identicon

Klukkan er hàlf ellefu núna og ég sé ad 475 manns hafa lesid bloggid thitt. Thad segir allt sem segja tharf um vinsældir thínar og ég skil ekki hvad hann Egill er ad lesa bloggid thitt ef hann er ordinn svona langthreyttur à blogginu thínu.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 10:44

9 identicon

Í sambandi við þessa frétt, og þá sem á undan henni fór um sama atvik, kom fram að lögreglustjóri á svæðinu taldi a.m.k. í fyrstu að um ránmorð hefði  verið að ræða, og í bresku pressunni, er talað um að tilkynning frá Kóranskólapiltunum hafi verið tvo daga að koma fram, sem ku vera óvenjulega langur tími. Svo hugsanlega hefur lögreglustjórinn umræddi rétt fyrir sér, en gjörningsmenn séu að skálda upp eitthvað trúarlegt skálkaskjól til að réttlæta sig, það yrði svo sem ekki fyrsta sinn.

Og fólk sem leggur nánast allt undir í nafni líknar og samhygðar á alla okkar virðingu skilið, svo ef það verður á þínum vegi segðu okkur þá endilega frá því, þó svo að "montögurnar" fari í taugarnar einhverjum sunnudagaskólstrákum. 

Bjössi (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 11:06

10 identicon

Áfram Ómar. Takk kærlega fyrir allt sem þú skrifar um hér og upplýsir okkur um. Þökk almættinu að við Íslendingar eigum menn eins og þig.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband