Hvað með hlýnun loftslags?

Það vantar eina forsendu fyrir kenningunni um það að Bakkafjara muni að lokum ná til Vestmannaeyja og teygja sig þangað líkt og gerðist við Hjörleifshöfða.

Forsendan er sú að áfram verði jöklar á Íslandi en haldi hlýnun loftslags jarðar áfram á þann hátt sem nú er spáð munu hamfaraflóð vegna gosa undir jökli að mestu leyti hverfa sem og aurframburður jökulfljóta. 

Sumar spár gera ráð fyrir því að jöklarnir hverfi að mestu á næstu 200 árum og Bakkafjara mun aldrei geta færst nógu langt út á því tímabili. 

Hins vegar er líklegt að meðan á stórfelldri bráðnun jöklanna standi muni reglubundinn aurframburður jökulánna verða meiri en áður. 

Sem dæmi má nefna að það hefur undanfarin ár aðeins gerst nokkra daga á sumri að rennsli Jökulsár á Fjöllum færi yfir 600 rúmmetra á sekúndu. 

Í sumar hefur áin lengst af verið með meira rennsli en það og því fylgir meiri aurburður. 


mbl.is Mun Bakkafjara umlykja Eyjar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Ég hef lesið skrif jarðfræðinga um það að eldvirknin á suðurlandi sé að éta sig suður eftir og Vestmannaeyjar eigi eftir að verða hluti af skaga suður af landinu líkt og Langanes á norðausturlandi. En þá verðum við nú dauðir!

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.9.2010 kl. 01:21

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þetta er bara eðlileg þróun.... til baka aftur - eða hvað

 

Kristinn Pétursson, 7.9.2010 kl. 02:26

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

á íslandi voru engir jöklar fyrir 3000 árum...

Óskar Þorkelsson, 7.9.2010 kl. 03:50

4 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn og Óskar það er ekki eðlileg þróun að hitastig í heiminum hækki vegna aukins styrks gróðurhúsalofttegunda. Þó svo að við höfum fyrri loftslagsbreytingar af náttúrulegum völdum, þá útilokar það ekki að núverandi hlýnun loftslags geti verið af völdum aukina gróðurhúsalofttegunda vegna brennslu okkar mannanna af jarðefnaeldsneyti.

Annað sem gæti verið forvitnilegt að athuga í samhengi við efni pistilsins, en það er hvaða áhrif hækkun sjávar getur haft á Bakkafjöru í framtíðinni.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 08:13

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svo má bæta því við að land rís þegar jöklar hopa...

Ágúst H Bjarnason, 7.9.2010 kl. 08:21

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Á þessu svæði er landris um sirka 10 mm á ári (lauslega áætlað), núverandi sjávarstöðuhækkun er eitthvað í kringum 3,5 mm á ári og því er staðan sú að þar til sjávarstöðuhækkunin nær sömu hæðum og landrisið, þá mun hækkun sjávarstöðu ekki hafa mikil áhrif á þetta svæði - nema til að auka land.

Höskuldur Búi Jónsson, 7.9.2010 kl. 08:33

7 Smámynd: Kristinn Pétursson

Auðvitað "rís" landið núna - í staðinn fyrir að það "seig" áður þegar jöklarnir stækkuðu.... og landið þyngdist.

Þegar Hornafjarðarós grynntist - fyrir um 20 árum - þá hafði landið risið 2 metra við jökulinn og Hornafjárðarós hafði þá risið um 5o cm... og "grynntist" við það.

Allt er þetta náttúran sjálf að verki  þó alls kyns  "umhverfisfasistar" séu alltaf að reyna að "sanna" að  öll svona "skelfing" í dag sé homo shapiens að "kenna".

Auðvitað höfum við áhrif á umhverfi okkar - en  öll jórturdýr jarðarinnar hafa margfalt meiri áhrif en homo shapiens......

Ég  er mjög fylgjandi öllum vangaveltum  tengd rökstuðningi við fagleg sjónarmiðum en öfgar og umhverfisfasismi  - þar sem fólk fer langt fram út sjálfu sér í alls kyns barnalegu hugarflugi  - telst varla fagleg sjónarmið.

Kristinn Pétursson, 7.9.2010 kl. 11:33

8 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Kristinn áttu við eitthvað ákveðið þegar þú kallar fólk "umhverfisfastista" eða er þetta bara hluti af því sem þú kallar "vandaða þjóðmálaumræðu" eins og kemur fram á bloggsíðu þinni að þú sért áhugamaður um.

Hvaða rök hefur þú t.d. fyrir því að gróðurhúsalofttegundir hafi ekki áhrif á hitastig...eða á bara að nota orðið "umhverfisfasisti" yfir alla sem eru þér ósammála, þó svo málflutningur þeirra sé byggður á málefnalegum grunni...hversu málefnalegt er það???

Ég bendi þér á að kynna þér málin betur áður en þú hleypur fram á völlinn með gífuryrði um aðra, sem virðist aðallega byggt á eigin fordómum og vanþekkingu á málum. Það virðist ekki mega nefna áhrif gróðurhúsalofttegunda á hitastig án þess að gífuryrði og tal um einhverjar skelfingar dúkki upp eins og gorkúlur á rigningardegi.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 12:31

9 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það eina góða sem ég sé við það að menn telji að mannskepnan eigi stærstu sökina er.. mannfólkið er farið að bera meiri virðingu fyrir náttúrunni en áður !  En í raun tel ég að mannskepnan eigi afskaplega lítinn þátt í þessari hlýnun heldur er það sólin sem ræður för.. og þessi hlýnun er bara undanfari nýrrar ísaldar..

Óskar Þorkelsson, 7.9.2010 kl. 14:21

10 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Varðandi sólin, sjá t.d. mýtuna, Hlýnunin nú er af völdum sólarinnar af loftslag.is, þar kemur m.a. fram:

Það var ákveðið hámark í sólinni árið 1985, um það eru flestir vísindamenn sammála. Sólin hefur síðan dregið úr virkni sinni á sama tíma og það hefur hlýnað.

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 14:27

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

...heldur er það sólin sem ræður för.. og þessi hlýnun er bara undanfari nýrrar ísaldar..

Óskar Þorkelsson, 7.9.2010 kl. 14:33

12 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Varðandi ísöld, sjá mýtuna, Lítil ísöld eða kuldaskeið er á næsta leiti af loftslag.is. Þar segir m.a.:

Það er því ljóst að allir spádómar um að yfirvofandi sé kuldatímabil, sambærilegt við Litlu Ísöldina, eru ótímabærir. Magn gróðurhúsalofttegunda er orðið slíkt í andrúmsloftinu að það mun yfirskyggja sambærilega niðursveiflu í sólvirkni eins og varð á 17. öld (Maunder Minimum) um langa framtíð (vegna langlífi gróðurhúsaáhrifalofttegundarinnar CO2).

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 14:39

13 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Vonandi hefur Svatli rétt fyrir sér varðandi kólnun.

"Magn gróðurhúsalofttegunda er orðið slíkt í andrúmsloftinu að það mun yfirskyggja sambærilega niðursveiflu í sólvirkni eins og varð á 17. öld (Maunder Minimum) um langa framtíð (vegna langlífi gróðurhúsaáhrifalofttegundarinnar CO2)".

 Ef þetta er tilfellið, þá verð ég og fleiri ævinlega þakklátur blessaðri kolsýrunni

 Ég vil nefnilega ómögulega að ástandið verði eins og sést á myndinni, en hún er máluð í London og sýnir Thames einmitt þegar Maunder Minimum var í öllu sínu veldi:

 http://agbjarn.blog.is/img/tncache/300x300/fa/agbjarn/img/thames-5-600w.jpg

Brrr...

Mikill er máttur kolsýrunnar ef hún getur forðað oss frá svona illu.

Ágúst H Bjarnason, 7.9.2010 kl. 16:45

14 identicon

Kristinn Pétursson.

Homo shapiens. Skemmtileg orðmyndun. Maðurinn sem myndar og mótar sitt umhverfi. Einmitt það sem er að gerast, með neikvæðum eða jákvæðum áhrifum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.9.2010 kl. 17:47

15 Smámynd: Sveinn Atli Gunnarsson

Ágúst:

Þetta er nú ekki neitt sem ég fann upp á til að reyna að hafa rétt fyrir mér, heldur er þetta byggt á gögnum vísindamanna varðandi áhrif gróðurhúsalofttegunda (væntanlega ekki alveg rétt að tala um orðið kolsýru, þó svo það heyrist stöku sinnum). Til að mynda er ráð að benda á heimildir og ítarefni í lok færslunnar á loftslag.is, varðandi þetta, dæmi hér undir (virkar krækjur eru í sjálfri færslunni):

Heimildir og ítarefni

Augustin o.fl 2004: Eight glacial cycles from an Antarctic ice core

Archer 2005: A movable trigger: Fossil fuel CO2 and the onset of the next glaciation

Berger og Loutre 2002: An Exceptionally Long Interglacial Ahead?

Hansen o.fl. 2008: Target Atmospheric CO2: Where Should Humanity Aim?

Kaufman o.fl. 2009: Recent Warming Reverses Long-Term Arctic Cooling

Krivova o.fl. 2007: Reconstruction of solar total irradiance since 1700 from the surface magnetic flux

Wang o.fl 2005: Modelling the Sun’s magnetic field and irradiance since 1713

Sveinn Atli Gunnarsson, 7.9.2010 kl. 22:53

16 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Mér finnst alltaf jafn undarlegt þegar Ágúst og félagar fara að tala um hversu gott það er að nú sé að hlýna af völdum CO2 ("kolsýrunnar") og að kólnun sé slæm.

  1. Eins og kemur fram hjá Sveini Atla í athugasemd 15, þá er ekki í kortunum að það kólni og því þurfum við ekki að bregðast við því - því eru það óraunhæf rök að nota rökin "hlýnun er betri en kólnun"
  2. Ágúst notar hitastigið í dag til að segja að hin auknu gróðurhúsaáhrif séu góð - nú þegar erum við farin að sjá slæmar afleiðingar þeirra (breytingar í veðrakerfum þar á meðal - meiri líkur á alvarlegum þurrkum og hitabylgjum, sem og alvarlegri úrkomu)
  3. Það er ekki bara hitastigið eða veðrakerfin í dag sem að ættu að hafa áhrif á það hvernig við hugsum - heldur hvernig það getur orðið í framtíðinni, þ.e. fyrir börnin okkar og barnabörn
  4. Aukning CO2 í andrúmsloftinu hefur ekki bara áhrif á hitastig og veðrakerfi, hún hefur líka slæm áhrif á lífríki sjávar - sjá súrnun sjávar

Þannig að með því að einblína á það að hitastig er akkúrat gott núna og betri en á litlu ísöld (hitastig sem enginn býst við aftur næstu árþúsundin) og hunsa þar með væntanlega hækkun hitastigs, breytingu í veðrakerfum og súrnun sjávar - þá eru Ágúst og félagar að gera lítið úr alvarleika málsins.

Höskuldur Búi Jónsson, 8.9.2010 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband