Virðing fyrir rétti til lífshamingju.

Ein af grunnforsendum lífshamingjunnar er að eignast lífsförunaut, afkomendur og vináttu við skyldmenni og vini. 

Val lífsförunautar er hluti af mannréttindum og frelsi hverrar manneskju og rétti hennar við virðingar og reisnar.

Hegðun þeirra stjórnmálamanna færeyskra, sem gerðu sitt til að stofna til deilna varðandi heimsókn fulltrúa okkar Ísxlendinga og varpa með því skugga á hana, er því dapurleg og í litlu samræmi við það umburðarlyndi og kristilegan kærleika sem trú þessara manna boðar. 

Þessi hegðun mun þó vonandi í engu breyta vinarþeli okkar Íslendinga til Færeyinga sem hafa alla tíð verið okkar besta og tryggasta vinarþjóð.  


mbl.is Þrír af sex flokksleiðtogum sátu kvöldverðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Hansson

Ég hef lengi sagt að trúarbrögð eru undirrót hins illa, eins og þarna sannast.

Elías Hansson, 8.9.2010 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband