Mætti vera skylda fyrir unga og jafnvel aldna.

Fallhlífarstökk er ekki aðeins skemmtilegt og stórkostleg lífsreynsla fyrir hvern þann, sem reynir það, heldur líka uppbyggjandi og þroskandi. 

Hið síðastnefnda byggist á því að íhuga hvaða áhætta er tekin með því að stökkva í fallhlíf.  Tölurnar sýna að mun meiri áhætta á óförum er tekin þegar unglingurinn ákveður að hefja neyslu nikótíns, áfengis eða annarra fíkniefna en þótt hann ákveði að læra og stökkva fallhlífarstökk. 

Með þessu móti myndi unga fólkið fá dýrmæta fræðslu og reynslu hvað varðar hina útreiknuðu áhættu sem allir þurfa að taka í lífinu og vita þá sem mest um það hve mikil hún er. Mætti jafnvel vera skylduatriði í grunnskóla. 

Á sama hátt er það áreiðanlega uppörvun fyrir fólk á gamals aldri, sem er með nógu vel farna fætur og beinabyggingu að gera þetta til að viðhalda bjartsýni og lífsgleði. 

Það hefur lengi verið draumur minn að eiga og læra á vélknúna fallhlíf, sem hægt er að geyma í skottinu á bíl, taka upp og breiða á jörðina, og láta síðan lítinn hreyfil á bakinu þrýsta sér áfram á hlaupum til þess að komast í loftið. 

Vinur minn, Jón Atli Jónasson sem á heima í Póllandi, er snillingur í þessu og gæti kennt mér. 

Ekki ónýtt að geta lyft sér þannig yfir á eða upp á fjall. 

En núna eru hnén mín orðin það léleg að mistök í lendingu gætu orðið dýrkeypt. 

Ef lendingarbúnaður flugvélar brestur í harðri lendingu er það að vísu bagalegt en hann er þó dauður hlutur. Öðru máli gegnir ef lendingarbúnaðurinn er manns eigin lifandi fætur. 


mbl.is Níræð og sátt við fallhlífarstökkið sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband