Dýrmætur listamaður.

Ragnar Axelsson er einhver dýrmætasti listamaður sem þessi þjóð á og það á eftir að koma æ betur í ljós.

Hann varð þess aðnjótandi, eins og svo margir af eldri kynslóðinni, að eiga þess kost að vera ungur úti á landsbyggðinni og komast í snertingu við hina einstæðu náttúru Íslands. p1010011.jpg

RAXi er á heimavelli við Jökulsárlón. 

Hans draumaland frá æsku er bærinn Kvísker og þar kynntist hann hinum einstæðu sjálfmenntuðu bændum og vísindamönnum, Kviskerjabræðrum. 

Við RAXi höfum þekkst og unnið saman um áratugaskeið. 

Við eigum sameiginleg áhugamál þar sem er flugið og íslensk náttúra.  p1010013.jpg

Myndirnar, sem ég ætla að tína smám saman inn í þennan bloggpistil, tók ég þegar við vorum saman við myndatökur í fyrrasumar. 

Þarna erum við að undirbúa verk dagsins á túninu á Kvískerjum. 

Á einni þeirra eru þeir RAXi og Halldór Kolbeins að koma fyrir myndavél í nefi léttflugvélar RAXa áður en hann byrjar að fljúga á henni við lónið og taka myndir. 

Auk þess að hafa unnið stórkostlegt starf við ljósmyndun á Íslandi á RAXi að baki ekki síðra snilldarstarf á Grænlandi. p1010010.jpg

Mönnum að byrja að verða ljóst mikilvægi þess í tengslum við áhrif hlýnunar loftlags á lífnaðarhætti og menningu Grænlendinga. 

Það verk RAXa er stórmerkilegt á heimsvísu og verður áreiðanlega snar þáttur í vandaðri heimildarkvikmynd um hann sem Saga film er að gera. 


mbl.is Ísmyndir Raxa í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Ómar. Þið eru báðir frábærir - og þú ekki síðri.

KP

Kristinn Pétursson, 9.9.2010 kl. 09:49

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ragnar er afar snjall og í efrideildum heimsklassans sem ljósmyndari. Honum þykir vænt um viðfangsefni sín finnst manni að portrettar hans af fólki og landslagi vera með því flottara sem maur sér.  Grænlandsstemmningar hans eru hrein og klár listaverk, en þangað hef ég oft komið og aldrei séð neinn fanga stemmninguna þar eins og hann.  Það var kominn tími á að dokúmentera snillann.

Einu sinni hitti ég manninn. Þá var hann ungur ljósmyndari tiltölulega ný byrjaður. Hann kom til að taka myndir af Tý eftir ásiglinguna stóru, sem endaði daga hans í þorskastríðinu og kannski þorskastríðið líka. Ég fékk far með þeim suður af því að ég slasaðist og hann var því bæði sjúkraflutningamaður og ljósmyndari þar.  Það var náttúrlega farið í ljósmyndaleiðangur út á miðin áður en mér var komið á spítala og steypiflugið þar kippti mér sennilegast í liðinn, því ég gekk óstuddur út úr vélinni í bænum.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.9.2010 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband