Borgarstjórans bersöglismál...

 

Borgarstjórans bersöglismál

blossa nú upp eins og hamfarir, 

sem límdur við netið af lífi og sál

í losta að horfa á ....heimildarmyndir.

 

P. S.  Ég heyri í útvarpsfréttum núna klukkan fjögur að borgarstjórinn segir að blaðamaðurinn hafi fellt út framhaldið af setningunni um netnotkunina.

Ég verð því að breyta ferskeytlunni í sexskeytlu, bragarform sem á afar vel við í þessu tilfelli ( vísa með sex línum)  og er þetta gert til þess að vísan sé í sama dúr og viðtalið var samkvæmt lýsingu borgarstjórans.

 

Borgarstjórans bersöglismál 

blossa nú upp sem hamfarir

með strók. 

Sem límdur við netið af lífi og sál 

í losta hann horfir á - heimildarmyndir,  -

nei, djók !

 


mbl.is Ætlar aldrei aftur til Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessi er góð   Frumsamin?

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Já, auðvitað.

Ómar Ragnarsson, 9.9.2010 kl. 14:53

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvernig spyr ég

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 15:55

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

.... eins og fávís kona í barnsnauð

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 15:57

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Góður! Nei, annars, bara djók!

Ómar Ragnarsson, 9.9.2010 kl. 16:12

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.9.2010 kl. 16:28

7 identicon

Þetta var vel gert, og all vel kveðið.

Minnir mig á Kurt Vonnegut sem kom með kvæði í útvarpsþætti að ég held.

Roses are red

and ready for plucking

I'm sweet sixteen

and ready for....Highschool.

hehe

Jón Logi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband