Hreinir snillingar!

Það er gaman að fylgjast með því hvernig íslenskir kunnáttumenn hafa komist í forystu á heimsvísu í notkun bíla í ferðum yfir snævi þakið land.

Ég hef í áraraðir verið samferða Frey Jónssyni, einum af Suðurskautsförunum, sem nú hafa komist á þann pól, um hálendi og jökla Íslands og þvert yfir Grænlandsjökul. 

Freyr er alger snillingur í mínum huga. 

Á ferðinni vestur yfir Grænlandsjökul lenti einn jeppanna á kafi í krapi og vatni og komst vatn inn á vélina. 

Freyr og félagar töfðust ekki nema tæpan dag þarna úti í auðninni við að taka vélina í sundur og tæma vatnið úr henni. 

Á leiðinni upp Grænlandsjökul á vesturleið, sagði Freyr allt í einu við ferðafélaga sína: "Finnið þið nýja lykt í bílnum, sem ekki á að vera?"  Enginn fann hana. 

Nokkru síðar spurði hann sömu spurningar og þá fundu einhverjir lykt en sögðust ekki vita af hverju hún væri. 

"Ég finn lykt af gírkassalegu" sagði Freyr þá, stöðvaði bílinn og fór út til viðgerðar. 

Það tók hann rúman hálftíma að losa og rífa það í sundur sem þurfti til að taka skemmdu leguna úr og setja nýja í. 

Ég greindi frá þessu í blaði umboðsins, sem lá frammi í höfuðstöðvum þeirra eftir ferðina og viðbrögðin létu ekki á sér standa, því þeir viðskiptavinir urðu óánægðir sem þurftu að láta skipta um gírkassalegur eftir þetta og borga fyrir margfalt meiri viðgerðartíma en Freyr notaði uppi á Grænlandsjökli ! 

Við Íslendingar eigum nú drjúgan hóp svona snillinga sem búa yfir verðmætri þekkingu og reynslu, sem getur verið mikilsvirði. 

Það sýnir hvað mannauður landsins er verðmætur og að þar liggja margir ónotaðir möguleikar. 


mbl.is Arctic Trucks komnir á pólinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband