Ný tækni, nýjar tegundir þjófnaðar.

Tölvutæknin hefur leitt af sér nýjar tegundir afbrota eins og húsleitir vegna stórfellds ólöglegs niðurhals bera með sér.

Ég hef séð þau rök hér á blogginu að listamenn eigi ekkert með það að krefjast höfundarlauna fyrir verk sín enda líti þeir alltof stórt á sig. Hver sem er geti farið út í bílskúr og glamrað á gítar og tekið það upp eða skroppið út með myndavél og tekið myndir. 

En ég segi: Fyrst þetta er svona lítið mál ættu þeir sem þessu halda fram ættu þá bara að gera þetta sjálfir. 

Hugsun þessara manna eru á svipuðu róli og þeir sem hafa ekki séð að skapandi atvinna geti verið mikils virði. Annað hefur þó komið á daginn, samanber frétt um það efni í gær. 

Það að taka kvikmynda- eða hljóðefni og niðurhala það og dreifa síðan er sambærilegt við það að þegar bílaframleiðandi væri búinn að smíða bíla sína og setja þá út á stórt bílaplan, kæmu menn sem tækju bílana ófrjálsri hendi og dreifðu þeim og seldu út um borg og bý. 

Það væri réttilega talinn stórfelldur þjófnaður og ef þjófarnir geymdu bílana í lokaðri geymsluhöll væri sjálfsagt að lögreglal gerði þar húsleit og fyndi þýfið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þetta er ekki þjófnaður, þar sem ekkert er tekið. Þetta er afritun í versta lagi. Þetta er ennfremur ekkert líkt því og að vera með bíla. Þar sem ef að bíl er stolið af þér þá er það eintak horfið.

Ef að bíllinn væri hinsvegar afritaður í einu og öllu þá ættir þú þinn bíl og sá sem afritaði hann ætti sitt eintak.

Ég er líka í þessum "iðnaði", enda er ég rithöfundur. Hinsvegar er ég á móti þeim aðferðum sem hérna er beitt. Enda fær STEF og Smáís hluta af söluandvirði allra raftækja sem geyma gögn, hvort sem það er minniskort í ljósmyndavélar, skrifarar eða harðir diskar. Þannig að íslendingar eru í raun búnir að borga margfalt fyrir það efni sem þeir neyta í dag.

Engu að síður fá listamenn lítið sem ekkert frá STEF eða Smáís frá þessum tekjum. Það virðist sem svo að STEF og Smáís safni þessum hrundruðum milljóna inná bankareikning og geymi þá þar.

Jón Frímann Jónsson, 2.12.2010 kl. 02:09

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ómar, líttu þér nær.

Í vinstri dálki á þessari síðu þinni býður þú ókeypis niðurhal á tónlist sem er opin öllum heiminum. Ég reikna með því að þetta eru ekki hugverk sem þú hefur EINN rétt á til allra jarðabúa sem eru yfir 6.888.033.958.

Ég veit ekki hvort þú hafir gert samning við alla rétthafa í þessu dæmi. En segjum sem svo að þú hafir EKKI tekið það skýrt fram að þessi hugverk hér vinstra megin yrðu aðgengileg öllum heiminum, ert þú þá orðinn þjófur? Má gera símann þinn, tölvuna og bílinn þinn upptækan? Hvar eru mörkin?

Segjum sem svo að þú flautir eitthvað lag (munnlega) niður Laugaveginn. Annar grípur það lag og spilar það á píanó svo aðrir heyri. Er þú orðinn þjófur? Eða er sá sem spilaði lagið þjófur?

Ég set þetta svona fram til þess að benda á fáránleikan í þessu dæmi. Ekki illa meint til þín persónulega.

Ef ég nota lag frá þér í auglýsingu hér á Íslandi þá þarf ég að semja við þig beint. Ef ég birti sömu auglýsingu á YouTube (sem er aðgengileg öllum heiminum) þá þarf ég bara að greiða STEF ca. 15 þús.kr. - Þú kannski færð kannski 500 kr. ef þú ert heppinn.

Ég fagna því að þessi umræða er komin í gang. Jafnvel verður það til þess að þeir sem búa til hlutina fá loksins eitthvað fyrir sinn snúð.

Sumarliði Einar Daðason, 2.12.2010 kl. 03:51

3 Smámynd: Arthur Páll Þorsteinsson

Ómar , hvað á það að þíða að taka gjöld af dvd diskum og tölvubúnaði ( og bráðum kanski tengingu) sem rennur til rétthafa ef jafnframt á að sækja menn til saka fyrir að nota þennan búnað sem STEF hefur fengið gjaldfærðan með það í huga að búnaðurinn sé notaður á þennan hátt ??

Arthur Páll Þorsteinsson, 2.12.2010 kl. 07:30

4 identicon

Þar sem þú talar um bíla Ómar, vil ég benda þér á það að þeir eru líka afritaðir.  Ef þú kíkir nánar á volvo, muntu sjá keim af "ford" þar, strax í byrjun.  Og ef þú kíkir nánar á saab, sérðu keim af ...

Það sem þarf að hugsa út í hér, er að "hver sem er getur glamrað á gítarr", Það sem er öllu alvarlegra, er að "dreifingunni" er stýrt.  Það er hérna, sem brotið á sér stað ... dreifingin á gögnunum er einungis heimilað fáum aðilum, á svipaðan hátt og bankamálin.  Hérna er um einokun að ræða ... men eru ekki að setja út á höfundana, heldur út á þessa staðreynd.

Ef svona reglur hefðu verið til staðar, á þeim tíma sem Wright bræður voru uppi, Ómar ... þá hefðir þú aldrei átt flugvél til að fljúga um og taka myndir.  Hér er verið að mótmæla, kanski á óheppilegan hátt ... einokun og reglugerðum sem meina fólki að nýta sína hæfni.  Fólk sem hefur sköpunargáfu fá ekki að njóta sín, á meðan apar ... sem apa eftir fá að njóta sín ...

Það er hér, sem knífurinn situr í kúnni..

Bjarne Hansen (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 08:22

5 identicon

Ómar, við erum nú þegar búin að borga fyrir þetta eins og bent var á hér að ofan.  Vandamálið er kannski frekar að STEF og samtök myndréttarhafa skila þeim tekjum ekki til listamanna.  Til hvers að borga fúlgur fjár fyrir geisladisk út í búð þegar listamaðurinn nýtur þess ekki? 

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 14:23

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þau örfáu lög, sem eru tónlistarspilaranum hér til vinstri eru lög, sem ég sjálfur samdi og gerði texta við og greiddi alla kostnað við tónlistina. Tvö laganna eru eftir erlenda höfunda en eru á ferilsplötunni, sem Sena hefur gefið út með 72 lögum af ferli mínum.

Allir viðkomandi vita af því að þessi lög eru á tónlistarspilaranum. 

Bílarnir sem ég tek sem dæmi hafa þá hliðstöðu við geisladiska með tónlist að þeir eru allir eins. Þeir eru fjölfaldaðir á færibandi rétt eins og geisladiskarnir eru fjölfaldaðir. 

Að baki bæði bílum og lögum á geisladiskum liggur hönnunarvinna og notkun á tækjum. 

Hvað geisladiskana snertir eru tækin hljóðfæri og upptökuver. 

Ómar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 14:26

7 identicon

Rétt er það Ómar. En af hverju borgum við ekki bílaframleiðendum sitt STEF gjald þegar við kaupum ál, stál eða plast. Það er vel hægt að nota það til að búa til eitthvað sem notað er í bíla.

Þetta væri svona fyrirbyggjandi þjófavörn líkt og er nú gert með þá sem eru á netinu.

Allir sem kaupa CD disk geta stolið lögum, því er í lagi að rukka STEF gjöld. Af hverju notar þú ekki sömu rök í bílabransanum (þetta er víst svipað) og segir. Allir sem kaupa ál, stál og plast geta búið til hlut sem notaður er í bíla. Því er í lagi að sá sem kaupir ál, stál eða plast greiði því STEF gjöld til bílaframleiðanda.

pétur (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 16:16

8 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég nota mikið af geisladiskum til gagnaflutninga og öryggisafrita - sem tengist ekkert tónlist eða kvikmyndum. Með hverjum diski er ég að borga peninga til einhvers sem er spilaður á Rás 2 nógu oft. Ég hlusta ekki einu sinni á Rás 2.

Þessum lögum þarf að breyta ef einhverjir halda að þeir geti gert húsleit hjá unglingum því gróðinn er ekki nægilega mikill.

Sumarliði Einar Daðason, 2.12.2010 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband