Vigdísi, Björk og Helga Tómasson.

Á gagnstétt í Þrándheimi er stytta af Hjalmari (Hjallis) Andersen, skautakappa, þar sem hann er í hlauparastellingunni á fullri ferð en samt kyrr. Hjallis var aðalstjarna Vetrarólympíuleikanna í Osló 1948.

Nú er komið að konunum í styttumálum Reykvíkinga og þó fyrr hefði verið. 

Ég sé Vigdísi Finnbogadóttur fyrir mér, annað hvort skammt frá Tómasi, nálægt Iðnó þar sem hún var leikhússstjóri, eða á öðrum viðeigandi stað í borginni.  

Björk Guðmundsdóttur, frægasta Íslendinginn, sé ég fyrir mér í svanakjólnum fræga, hugsanlega nálægt Hörpu. 

Og síðan má bæta Helga Tómassyni við á tröppum Þjóðleikhússins, þar sem hann verður í svipuðum gír og Hjallis í Þrándheimi, í flottustu ballettdansarastellingu sinni á fullri ferð en samt kyrr. 

Allt þetta fólk á það sameiginlegt að hafa hlotið heimsfrægð, hvert á sínu sviði, og borið hróður Íslands um víða veröld. 

Á okkar tímum, þegar álit lands og þjóðar er í sögulegu lágmarki erlendis, er þörf á því að minna okkur sjálf og erlenda ferðamenn á það sem við getum verið stolt af á heimsvísu. 


mbl.is Tómas sestur á Tjarnarbakkann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Persónuylega vill ég heldur að fjármunir borgarinnar séu notaðir í þágu borgarbúa, en ekki í svona snobb. En það skilja þeir ekki sem alltaf geta maulað af ríkisjötunni undir sjálfa sig. Hins vegar er þatta sjálfsagt ef þú vilt borga þetta úr eiginn vasa og kosta að auki umhverfismat, grenndarkynningu,  skipulag og annan kostað sem af þessu hlýst.

samúel sigurjónnson (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 17:26

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er í þágu þjóðarinnar og borgarbúa að við höfum einhverja hluti og mannvirki sem auka áhuga ferðamanna á því að koma hingað.

Hvað um styttuna við Löngulínu í Kaupmannahöfn? Hvað um styttuna af Jóni Sigurðssyni á Austurvelli?  Þau eru ekki fá skiptin, sem ég hef verið spurður af útlendingum út í þessa styttu og þá hefur ekki verið ónýtt að útskýra hina frábæru lágmynd á fótstallinum af brautryðjandanum.

Ég hafði enga hugmynd um að Hjallis hefði komið frá Þrándheimi fyrr en ég sá styttuna af honum þar. Hún er eitt aðaltákn borgarinnar ásamt Niðarósdómkirkju og ég áttaði mig á því hvílíkt aðdráttarafl hún er fyrir borgina. 

Bærinn Manassa í Colorado dregur að sér fjölda ferðamanna, sem vilja sjá hvar fyrsta ofurstjarnan á sviði íþrótta, Jack Dempsey, ólst upp við kröpp kjör hjá einstæðri móður sinni. 

Telja má upp ótal borgir og staði í veröldinni þar sem byggingar og styttur skapa mikla fjármuni fyrir borgarbúa sem aðdráttarafli fyrir ferðamenn. 

Stytta af Vigdísi, fyrstu konunni  sem var kjörinn þjóðhöfðingi í heiminum, mynd varpa ljóma á okkur sem þjóð og skapa "viðskiptavild" svo að maður noti þann beinharða peningahugsunarhátt sem virðist alltaf þurfa að ráða um alla hluti hjá svo mörgum. 

Járnsmiðurinn, útlaginn, vatnsberinn og fjölmargar aðrar slíkar styttur eru ekki "snobb" heldur tákn og þau tiltölulega ódýr sem gera borgina okkar áhugaverðari ekkert síður en stórar og dýrar byggingar. 

Tómas Guðmundsson opnaði fyrir borgarbúa og aðra alveg nýja sýn á borgina okkar og bæði fyrir okkur og ekki síður erlenda gesti, er það bæði áhugavert og gott að koma að styttu hans við Tjörnina og fá að vita og íhuga í hverju gildi ljóðlistar hans fólst. 

Ómar Ragnarsson, 2.12.2010 kl. 20:27

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

En hvar á styttan af þér að standa, Ómar?  (ef þú fengir að ráða)

Gunnar Th. Gunnarsson, 2.12.2010 kl. 21:29

4 Smámynd: Agla

Stytttan af "Hjallis" er góð en hve margir fara til Þrándheims til  þess að sjá hana?

Agla, 2.12.2010 kl. 21:31

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hafðu ekki áhyggjur, Gunnar minn, ég er bara að tala um styttur af heimsþekktu fólki á sínu sviði, Vigdísi, Björk og Helga Tómasson.

Í ferðamannabæklingum er styttan af Hjallis sýnd ásamt áhugaverðum húsum svo sem bryggjuhúsunum og dómkirkjunni. 

Hve margir fara til London bara til að sjá styttuna af Nelson? 

Hve margir fara til Washington bara til að sjá styttuna af Lincoln? 

Setjum sem svo að allar myndastyttur heims yrðu fjarlægðar?  Yrði enginn var við það?

Ómar Ragnarsson, 3.12.2010 kl. 23:09

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í Mojave eyðimörkinni í Kaliforníu er samnefndur 3800 manna bær sem er ósköp venjulegur bandarískur bær.

Á þjóðleiðinni sem liggur í gegnum bæinn, eru stór skilti beggja vegna til þess að vekja athygli á að þar á heima Burt Rutan, sem er heimsfrægur flugvéla- og geimfarahönnuður og varð fyrstu manna til að smíða flugvél sem flaug umhverfis jörðina án þess að taka eldsneyti. 

Ferðamannaþjónustan þarna byggist í kringum það sem Rutan hefur gert og færir bænum frægð, velvild og fé. 

Ómar Ragnarsson, 3.12.2010 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband