Afar óhagstætt ástand.

Hið mjög svo óvenjulega veðurfar, sem verið hefur hér og í Evrópu síðan í miðjum nóvember, kemur á versta tíma fyrir marga á Suðurlandi.

Ég var á ferð um Suðurland í gær, bæði akandi og fljúgandi, og þetta sást glögglega þegar bætti hressilega í vindinn síðdegis. 

Eyjafjallasveit hvarf í sandmistur, það rauk af söndunum vestar á ströndinni og sömuleiðis af leirum vestur í Ölfusi. Þetta fer illa með þau uppgræðslusvæði, sem Landgræðslan er með við Þorlákshöfn.

Ef jörð hefði ekki frosið eftir rigningardaga fyrir skemmstu væri ástandið þó miklu verra. 

Í Reykjavík höfum við séð hvernig loft hefur orðið grábrúnt af sand- og moldfoki, sem kemur ofan af þurru suðurhálendinu þegar norðan- og norðaustanáttin hefur náð sér á strik.

Spáð er mikilli úrkomu sunnanlands á næstu dögum, sem svo er að sjá að mikið af henni verði rigning, sem mun þá bleyta jörðina og frjósa á eftir þegar hann snýst í norðanátt.

Varasamasti tíminn í þessu efni gæti þó orðið í vor þegar loft verður hlýrra og það frýs ekki í norðanáttinni.

Er vonandi að við sleppum við það, því að ástandið vegna sand- og öskufoks gæti orðið miklu verra en það er nú.  


mbl.is Sandrok undir Eyjafjöllum og á Mýrdalssandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Biðjum um snjó á S- og SV landi!

Úrsúla Jünemann, 12.1.2011 kl. 18:46

2 identicon

Norðanstæður þurravindur fyrir vor væri e.t.v. ekki það versta. Þá skrapast þetta ösku-ógeð frekar á haf út og bless bless. Sérstaklega af hálendinu.

Þar sleppur þetta ekki svo létt þótt snjói, því að gróðurinn þar nær ekki að binda öskuna í tæka tíð.

Þetta er fúlt, þetta öskufok, - en þegar mökkurinn endar úti í sjó, erum við að horfa á hana hverfa, og hún kemur ekki aftur þaðan.

Jón Logi (IP-tala skráð) 12.1.2011 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband