31.3.2011 | 23:40
Það kastar enginn lengra en hann hugsar.
"Það stekkur enginn lengra en hann hugsar" sagði Manga gamla við mig í sveitinni í gamla daga og það má yfirfæra á Þóri Guðmund Þorbjarnarson, sem því aðeins gat skorað hina einstæðu drauma-flautukörfu sína vegna þess að hann hafði áður hugsað þetta langt og æft sig í samræmi við það.
Stundum sér maður og heyrir ungt fólk, sem hefur þau áhrif á mann að maður hugsar með sér: Einhvern tíma á hann eða hún eftir að verða eitthvað!
Þetta getur stundum verið ungt barn en oftar unglingur og það er allur gangur á því hvort þetta rætist.
Eitt svona atriði má sjá í einum sjónvarpsþátta minna, sem var til sölu undir nafninu Stiklur í hitteðfyrra.
Það var þrettán ára stúlka, sem ég talaði við þar sem hún var að ganga Laugaveginn með bekkjarsystkinum sínum úr Kópavogi og ég hitti hópinn í Emstrum.
Hún sagðist heita Þorbjörg Marínósdóttir og eftir viðtalið sagði ég við sjálfan mig: Þetta er nafn sem ég ætla að muna. Nú þarf ég ekki að hafa fyrir því að muna eftir Tobbu Marínós.
Skotið lengra en hjá LeBron | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skemmtilegt
Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 00:27
Takk.
Ómar Ragnarsson, 1.4.2011 kl. 20:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.