Noregur, Danmörk og Svíþjóð á hverju ári.

Á Norðurlöndum búa nú um 25 milljónir manna. Indverjum einum fjölgar um þá tölu á einu ári og þremur mánuðum. Á hverju ári bætast við Indverja álíka margir og búa í Danmörku, Noregi og Svíþjóð.

181 milljón Indverja, sem bætast við á hverjum áratug samsvarar öllum íbúum Bretlands, Frakklands og Ítalíu. 

Fræðimaðurinn Malthus spáði því á 18. öld að mannfjölgunin í heiminum myndi enda með ósköpum. 

Hann sá hins vegar ekki fyrir að þegar þjóðir kæmust á ákveðið velmegunar- og mennta- og tæknistig og gerst hefur á Vesturlöndum síðustu áratugi, myndi fólksfjölgunin stöðvast án þess að það væri vegna fjölgunar dauðsfalla. 

Nú horfa margir með velþóknun á bullandi hagvöxt, neyslu og útþenslu í þróunarlöndum á borð við Kína, Indland og Brasilíu. 

Og hrakspár Malthusar þykja afsannaðar. 

En gallinn er bara sá, að vafasamt er að þjóðirnar í þriðja heiminum muni ná að komast almennt á það velmegunar mennta- og tæknistig sem komist hefur á í okkar heimshluta. 

Þessi þróun á Vesturlöndum hefur fyrst og fremst verið möguleg vegna nær endalausrar vaxtar á notkun jarðefnaeldsneytis sem ekki getur haldið áfram, heldur mun bruðlið með orkuna valda því að leiðin liggi hér eftir niður á við.

Þróunarlöndin munu því varla komast upp úr fari fátæktar, skorts og menntunarleysis yfirgnæfandi meirihluta íbúanna. 

Það mun verða til þess að lögmál Malthusar taki gildi og að eina leiðin til þess að stöðva fólksfjölgunina sé sú að það gerist með stórfelldri fjölgun dauðfalla. 

 


mbl.is Indverjum fer fjölgandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt, Ómar. Þessi aukni fjöldi þarf orku og fæði. Indverjar sömdu um nokkur kjarnorkuver við Bandaríkin. Ef genabreytt matvæli eru ekki notuð þá sveltur amk. milljarður manna í viðbót af af þessum sjö í heiminum.

Þriðji heimurinn hefur sama rétt og þróunarríkin til þess að nýta sér hvað það sem þau gerðu til vaxtar, kol, olíu og hvaðeina.  Kröfur okkar um annað eru hjákátlegar. Stjórnmálafólk Indlands er kosið til að vernda hag sinnar þjóðar. Annars hefði það dauða þegna sinna á samviskunni.

Ívar Pálsson, 31.3.2011 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband