Það kastar enginn lengra en hann hugsar.

"Það stekkur enginn lengra en hann hugsar" sagði Manga gamla við mig í sveitinni í gamla daga og það má yfirfæra á Þóri Guðmund Þorbjarnarson, sem því aðeins gat skorað hina einstæðu drauma-flautukörfu sína vegna þess að hann hafði áður hugsað þetta langt og æft sig í samræmi við það.

 Stundum sér maður og heyrir ungt fólk, sem hefur þau áhrif á mann að maður hugsar með sér: Einhvern tíma á hann eða hún eftir að verða eitthvað!

Þetta getur stundum verið ungt barn en oftar unglingur og það er allur gangur á því hvort þetta rætist.

Eitt svona atriði má sjá í einum sjónvarpsþátta minna, sem var til sölu undir nafninu Stiklur í hitteðfyrra. 

Það var þrettán ára stúlka, sem ég talaði við þar sem hún var að ganga Laugaveginn með bekkjarsystkinum sínum úr Kópavogi og ég hitti hópinn í Emstrum.

Hún sagðist heita Þorbjörg Marínósdóttir og eftir viðtalið sagði ég við sjálfan mig: Þetta er nafn sem ég ætla að muna. Nú þarf ég ekki að hafa fyrir því að muna eftir Tobbu Marínós.


mbl.is Skotið lengra en hjá LeBron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegt

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.4.2011 kl. 00:27

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk.

Ómar Ragnarsson, 1.4.2011 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband