Loftrými geta ekki opnað neitt.

Í fjölmiðlum og tilkynningum færist sífellt í vöxt að fjöll, svæði, hús og dalir séu að opna, en aldrei er sagt frá því hvað þessi fyrirbæri opni og hvað þessir dauðu hlutir geti yfirleitt opnað.

Nú hefur loftrými bæst við. Loftrými eru farin að opna eitthvað og loka einhverju. Ég get ekki séð að loftrými geti opnað neitt. Og ef það er eitthvað sem loftrými geta opnað væri gaman að vita hvað það er. 

Minni síðan á bloggin á undan þessu um það að flugvöllum verði lokað í kvöld vegna öskufalls, sem enginn sér og þaðan af síður að það hafi komið fram á mælum í mælingaflugi yfir þessa flugvelli. 

Raunar skiptir lokun vallanna sem betur fer ekki miklu máli á þessum tíma sólarhrings en í fyrramálið verður flogið mælingaflug yfir þá og vonandi að þá verði notkun flugvallanna ákveðin með tilliti til raunverulegs öskufalls sem sannanlega sé svo mikið, að skyggni fari niður í minna en þrjá kílómetra, en það benda mælingar í fyrradag til að séu mörk þess öskumagns í lofti sem þotuhreyflar þoli. 


mbl.is Aftur lokað fyrir flug í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loftrými geta opnað sér leið, t.d. með þrýstingi, út úr þörmum. En þarna erum við komin á vafasamar slóðir...

Þorbjörn (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 23:14

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar. Kannski loftrýmið hafi ætlað að loka Grímsvatna-gosinu? Hver veit?  

Það er eins gott að þessar aðgerðir séu á raunverulegum rökum reistar. Annars verður reikningurinn ennþá hærri fyrir þá sem blekkja svona, eins og raun ber vitni, um óþarfa afboðun á flugi síðustu daga. Og eins og þú bentir réttilega á, þá var flogið í fyrra þegar öskuský voru, en hafði ekki verið flogið á undan þegar engin öskuský voru?

Það er ekki hægt að hlusta þegjandi á hvaða vitleysu sem er, og láta tilefnislaus óhæfuverk yfir saklaust fólk ganga endalaust, með gífurlegum óþarfa kostnaði fyrir alla, bæði hérlendis og erlendis.

 M.b.kv. 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 24.5.2011 kl. 23:25

3 identicon

Ég veit ekki betur en að þetta heiti "lofthelgi", og er þá átt við það rúm sem viðkomandi land eða svæði, hefur stjórn yfir.  Loftrými er bara léleg bein þýðing á þýska orðinu "luftraum", sem fór yfir í dönsku "luftrum".  Orðið hefur ekki sömu þýðingu á Íslensku, þar sem rými á Íslensku og rum á þýsku/dönsku er ekki sama orðið.   Þó þau séu áþekk.

Svona ber að varast, það er eins og þegar maður kemur til Svíþjóðar, þá sjást eftirfarandi skilti á hverju horni.

"Varning: Lekande barn"

Svíar, sem skrifa í Íslensk blöð gætu orðið á í messuna að skrifa "barnið var lekande ...", og hér er ekki um að ræða vanalega y-villu, heldur meiningarvillu.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 11:34

4 identicon

doctore (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 12:17

5 identicon

doctore.

Controlled flight into terrain (CFIT).

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:00

6 identicon

"Raunar skiptir lokun vallanna..." Hverju eru vellirnir að loka? Eða á að raða helling af lokum á vellina? 

Tumi (IP-tala skráð) 25.5.2011 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband