"Það sem augað sér".

img_0017.jpg

Á efstu myndinni hér á síðunni er horft úr flugvél yfir að grábrúnum öskuvegg sem liggur frá miðjum Vatnajökli til suðvesturs um Hreppa og niður með Þjórsá.

Yfir er blár himinn en nær okkur hreint loft, sem við fljúgum í en hefur samt verið dæmt fullt af ösku í tölvu í Bretlandi og flugvellir á þessu svæði hreina loftsins lokaðir allan þennan dag.

Eftir að lent var hófst mælingaflug frá Selfossi og hafði öskuloftið þá sigið niður Ölfusið og skyggni aðeins 2-4 kílómetrar. img_0015_1086531.jpgimg_0026.jpg

Við þær aðstæður mældist öskumagnið þó vera innan þeirra marka sem framleiðendur þotuhreyflar hafa gefið upp sem hámark ösku, sem sogast mætti í gegnum hreyfilinn svo að flugið væri öruggt. 

Ég var í þeirri einstöku aðstöðu í þessu flugi að sjá með eigin augum hvað svona öskumökkur þyrfti að vera þéttur til að fara fram úr þeim öryggismörkum sem framleiðendur þotuhreyfla setja. 

Þegar horft er á myndina hér við hliðina þar sem blasir við tært loftið yfir Kerlingarfjöllum til vinstri og Hofsjökli til hægri. Við erum sem sé að horfa í átt að flugleiðinni Reykjavík-Akureyri, sem er lokuð vegna öskufalls ! 

Og skyggnið í gær yfir Kjöl og Langjökul var svo gott að það var meira en 100 km. Samt lokað vegna öskufalls !  img_0024_1086529.jpg

 Það þýðir að í raun er mannsaugað besta mælitækið, því að með því sést langar leiðir út fyrir mælingaferilinn, og var skyggnið á svæðinu, sem þotuflug var bannað img_0015_1086543.jpg

Lokaniðurstaða: Veðurspá fyrir sunnudaginn sýndi, að ekki var hætta á hröðum hreyfingum öskumassans sem hafði verið yfir austanverðu Suðurlandsundirlendinu langt fram eftir degi og með því að nota tvær litlar eins hreyfils flugvélar, sem hefðu verið á lofti til skiptis þann dag, hefði verið hægt að fylgjast náið með því hvort askan kæmi yfir flugvellina.

Nú í kvöld kom flugvélin TF-TAL úr flugi yfir flugvellina í Keflavík, Reykjavík og á Ísafirði og var enga ösku að finna í lofti yfir vestanverðu landinu. 

Engu að síður hefur völlunum verið lokað nú vegna tölvuspár frá London.

Sem betur fer er lítið flug yfir nóttina en hins vegar er hætt við að þetta muni trufla það flug sem fer um Keflavíkurflugvöll fyrst á morgnana. 

Á neðstu myndinni sést til suðausturs meðfram öskuveggnum sem liggur frá Vatnajökli niður í Flóa. 


mbl.is Aska yfir Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ heit Æsland

Krímer (IP-tala skráð) 24.5.2011 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband