Hvernig var lengd vatnsins mæld?

Ég hef verið spurður að því í dag hvernig ég viti hve langt gígvatnið í Grímsvötnum sé, án þess að hafa mælt það á jörðu niðri. Ég skal svara því á hverju ég byggi þá ágiskun mína, að vatnið sé um það bil 1500 metra langt og að öll byggðin frá Garðastræti austur fyrir Hlemm, norðan Hringbrautar og Suðurgötu, kæmist þar fyrir. 

Ég hef nokkrar staðreyndir úr myndatökufluginu, sem ég máta saman. 

1. Ég á kvikmyndarskeið sem ég tek meðan ég flýg flugvélinni meðfram hlíðinni hægra megin á myndinni og veit að hraði flugvélarinnar var um 85 hnútar eða um 150 kílómetrar á klukkustund. 

2. Þótt nokkuð stíf vestanátt væri uppi yfir jöklinum veldur skjólið niðri í dældinni því að mjög lítill vindur er niðri í lægðinni og hefur því lítil áhrif á hraða flugvélarinnar miðað við jörð. 

3. Á yfirborði vatnsins sést að vindur niðri við það er í mesta lagi gola. Flug í kringum vatnið studdi þessa tilgátu um lítinn vind.

4. Sekúnduteljari á myndskeiðinu sýnir, að það tók flugvélina 36 sekúndur að fljúga frá vesturenda gígsins til austurenda hans. Það eru 0,6 mínútur eða 60% / 6/10 af einni mínútu= 1,5 kílómetrar, sem eru 6/10 af 2,5 kílómetrum. 

Þegar ég fann Sauðárflugvöll fyrst sumarið 2002 vildi ég vita hve lengsta braut þar gæti orðið löng og notaði sömu aðferð til þess.

Ég gerði það með því að fljúga á jöfnum hraða, 75 mílna /120 km hraða í báðar áttir frá enda til enda og mæla tímann sem það tók. 

Útkoman varð 1600 metrar og reyndist sú tala rétt þegar mælt var ári seinna á jörðu niðri. 


mbl.is Eldstöðin í Grímsvötnum eftir gos
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband