Mögru árin og feitu árin.

Sagan af feitu árunum og mögru árunum í Biblíunni er bara ein af óteljandi slíkum sögum um sveiflurnar sem hafa verið frá örófi alda í veðurfari á jörðinni. 

Þess vegna er ekki nú, frekar en endranær, hægt að draga neinar almennar ályktanir af því að nú stendur yfir lengsta kuldakast að vori á Norðausturlandi, sem um getur á öldinni. 

Ekki er frekar hægt að gera það heldur en að hægt hefði verið að draga almennar ályktanir af lengsta og mesta hlýindakafla að vorlagi á Norðausturlandi sem þar kom í fyrra. 

Þrátt fyrir það hve ólík þessi tvö vor voru, er hægt að sjá samsvörun í ákveðnum atriðum á Norðausturhálendinu í ár og í fyrra.

Þannig voru óvenju mikil snjóalög austast á hálendinu bæði vorin, einkum á Snæfellssvæðinu.

Einnig mikill snjór í Öskju.

Á hinn bóginn hefur öll síðustu ár, líka í fyrra og í vor, mjög snjólétt á svæðinu upp með Jökulsá á Fjöllum  allt upp undir Kverkfjöll.

Á milli þessara tveggja svæða eru Brúaröræfi suðvestur af Kárahnjúkum þar sem bæði vorin féll nokkuð mikill snjór seint að vori, sem fyrir bragðið er fljótur að bráðna og hverfa.

Snjóinn dró að mestu í skafla í lægðum en hins vegar var bæði vorin sérlega snjólétt á hinum flata Sauðárflugvelli sem varð fær og opinn í byrjun júní bæði vorin. 

Að því leyti til var ótrúleg lítinn mun að sjá á þessum tveimur vorum. 


mbl.is Útlit fyrir áframhaldandi kuldatíð á Norðausturlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig í ósköpunum kemur biblían inn í þetta hjá þér?... Er það Nóa flóðið, eða hvað???
Þú veist vonandi að biblían er EKKI söguleg heimild!

DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 12:14

2 identicon

Slappaðu af DoctorE. Ómar var ekkert að segja að sögurnar úr biblíunni séu sannar, þannig að vertu ekki að halda slíku fram. Það er ekki dauðasynd að nefna dæmisögur biblíuna sem dæmi um sögur sem innihalda veðráttusveiflur.

Sögur eins og nóaflóðið og mögru og feitu árin eiga náttúrulega einhverja sagnfræðilegan innblástur. Þó svo að enginn hafi verið að veltast um höfinn með hvert einasta kvikindi á jörðinni, þýðir það ekki að sagan eigi sér ekki einhvern innblástur. Allar fornþjóðir eiga flóðsögur sem fá örugglega innblástur sinn af mörgum þeim sokknu fornborgum sem hafa fundist víðsvegar um heiminn. Flestar dæmisögur biblíunnar eru komnar af svoleiðist sögum.

Einar (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 13:27

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sagan úr Biblíunni er um Jósep og bræður hans. Ég heyrði hana síðast í sumarbúðum KFUM í Kaldárseli fyrir 62 árum.

Ég man hana því ekki nákvæmlega en hryggjarstykkið var það að Jósep var útskúfað en varð síðar helsti ráðgjafi Faraósins í Egyptalandi ef ég man rétt.

Þegar gengu yfir sjö "feit ár" fékk Jósep því framgegnt að safnað yrði í hlöður til mögru áranna, sem gætu fylgt á eftir.

Þegar þau dundu yfir urðu bræður Jóseps uppskroppa með fóður og fóru til Egyptalands til að kaupa af birgðunum þar.

Jósep var nú í óskastöðu að hefna fyrri misgerða en gerði það ekki þegar bræður hans féllu á kné fyrir framan hann.

Hann mælti þá: "Þið ætluðuð að gera mér illt en Guð sneri því til góðs."

Ég heyri á doktor E að hann telji þetta bull hjá mér og að engu hafandi.

Ég ætla samt ekki að draga pistilinn til baka eða eitt einasta orð í honum.

Ástæðan er sú, að Biblían er ekki eina ritið, sem nefnir atriðið um sjö mögur ár og sjö feit á víxl.

Ýmsar vísindalegar rannsóknir síðustu ára hafa leitt svipað í ljós sem náttúrulegar sveiflur í veðurfari jarðar.

En auðvitað eru þeir til sem fara á límingunum ef dirfst er að fjalla um þær ef það truflar trú þeirra á því að mannkynið eigi að haga sér að jafnaði eins og því sýnist varðandi umgengnina við þá einu jörð sem við höfum til umráða.

Og síðan eru aðrir sem fara á límingum ef minnst er á forn rit eða nokkuð það sem tengja má við trúarbrögð.

Verður svo að vera.

Ómar Ragnarsson, 23.6.2011 kl. 14:27

4 identicon

Látið ekki svona, ég er ekkert að fara á límingunum; Menn skulu þó varast að taka biblíu inn í pistla, það skemmir bara fyrir; Biblían er jú falsað rit að mestum hluta, það er staðreynd.
Þannig að ég er alveg sallarólegur með þetta Ómar minn, myndi kjósa þig sem forseta og alles :)



DoctorE (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 15:32

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll Ómar það væri nær að segja frá þar síðustu öld því að veðrið er slíkt að ekki er hægt að finna hliðstæðu nema kannski einu sinni á síðustu öld um 1947 að ég held.

Sigurður Haraldsson, 23.6.2011 kl. 20:30

6 identicon

Ein þeirra biblíufrásagna sem stöðugt er vitnað í svona í daglegu tali og er til marks um hve ríkan þátt Biblían á í menningu okkar. Því munu andstæðingar kirkju, kristni og trúar seint fá breytt þrátt fyrir alla sína miklu veiðleitni,

gaj (IP-tala skráð) 24.6.2011 kl. 07:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband