Eitt af grundvallaratriðum froðubólunnar.

Allt of hátt gengi íslensku krónunnar og háir vextir ásamt tilbúnum fjármunum í viðskiptavild og gervigróða gerðu það að verkum að fjármagn sogaðist til landsins.

Af þessu súpum við seyðið á margan hátt. 

Sjávarútvegurinn og útflutningsgreinarnar töldu sig verða að taka lán til þess að standast hina skökku gengisskráningu og fyrir bragðið situr sjávarútvegurinn uppi með 500 milljarða skuldir. 

Mikið af þessum skuldum fór í að fjármagna fjárstreymi út úr greininni til brasks og bílífis út um allar koppagrundir. 

Makalaust er að lesa eftir á það hástemmda lof sem ausið var á þessa geggjun sem spannst upp í það að Íslendingar væru ríkasta þjóð í heimi með bestu lífskjörin og efnahagskerfi, sem stæði öllum framar, væri "íslenska efnahagsundrið".  Ofan á allt átti að vera hér ein minnsta spilling í heimi! 

Í raun var alger andstæða á ferðinni, mesta blekkingarbull, sem um getur á byggðu bóli. 


mbl.is Ofmetnasti gjaldmiðillinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sorglegt en satt. Og bullið var um tíma (og er stundum enn) svo yfirgengilegt að talað var um sjávarútveg sem einhvers konar byrði á þjóðinni.

Þetta eru gjaldeyristekjur okkar no 1 og ferðaþjónustan svo, nema það hafi víxlast.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.8.2011 kl. 09:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband