Spennandi möguleiki.

Stjórnmál hafa ekki gott orđ á sér hér á landi eftir Hruniđ. Ţau sukku ţađ djúpt í einstćđum darrađardansi í Borgarstjórn Reykjavíkur frá 2007 til 2009, ađ ekki dugđi ţótt borgarfulltrúar tćkju sig eftirminnilega í gegn međ gerbreyttum vinnubrögđum í lok kjörtímabilsins, fóru upp úr skotgröfunum og unnu saman sem heild ţađ sem eftir var kjörtímabilsins á ţann hátt ađ einstćtt var í sögu borgarstjórnar.

Sem borgarstjóri átti Hanna Birna Kristjánsdóttir mikinn ţátt í ţví en samt hefđi ekki tekist svona vel til nema fyrir samstarfsvilja allra. 

En óánćgja međ stjórnmál hafa oft fengiđ útrás hjá kjósendum í sveitarstjórnarkosningum, svo sem dćmin frá 1958, 1978 og 1982 sýndu, og vantraust kjósenda á stjórnmálamönnum réđi ţví ferđinni 2010. 

Engu ađ síđur hafa kannanir sýnt, ađ af einstaklningum hefur Hanna Birna notiđ mest trausts. 

Hún kom á óvart enda voru margir tortryggnir ţegar hún fór út í stjórnmálin. "Alin upp sem puntudúkka í Valhöll". "Bara kjafturinn, ekkert annađ". Svona ummćli mátti heyra. 

En Hanna Birna kom međ ný vinnubrögđ og nýja pólitík inn í borgarmálin.

Íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa átt erfitt eftir Hruniđ, sem olli trúnađarbresti milli ţeirra og mikils meirihluta kjósenda ef marka má traust ţeirra á Alţingi. 

Af ţeim sökum veitir ţeim ekki af ađ fá sem frambćrilegast fólk til ađ starfa fyrir sig og skiptir ekki máli hver flokkurinn er.

Hćtt er viđ ađ svipađar efasemdir komi upp nú og ţegar Hanna Birna haslađi sér fyrst völl í stjórnmálum. 

Minnt verđur á ađ borgarmálapólitík og landsmálapólitík séu ólík og ekki sjálfgefiđ ađ góđ frammistađa í sveitarstjórnarmálum sé ávísun á ţađ sama í landsmálum. 

Í augum flestra er Hanna Birna ţar alveg óskrifađ blađ og lítiđ vitađ um ţekkingu hennar á landshögum utan höfuđborgarsvćđisins auk ţess sem ekki er á almanna vitorđi hvernig hugur hennar er til ýmissa ágreiningsmála sjálfstćđismanna. 

Á móti kemur ađ Hann Birna hefur ekki ađeins beitt sér fyrir nýjum vinnubrögđum og stjórnunarstíl ţegar hún var borgarstjóri, heldur hefur hún fullan hug á ţví ađ innleiđa nýjar hugmyndir í almennt stjórnmálastarf. 

Frambođ hennar á landsvísu er ţví spennandi möguleiki og ég ekki frá ţví ađ nú sé rétti tíminn fyrir hana ađ láta slag standa og líta til ţess ađ oddvitahlutverk í bćjarstjórn og siđar borgarstjórn Reykjavíkur voru oft stökkpallur til forystu í Sjálfstćđisflokknum og forsćtisráđherraembćttis eins og ţessi nafnaruna sýnir: Bjarni Benediktsson, Gunnar Thoroddsen, Geir Hallgrímsson, Davíđ Oddsson.


mbl.is Útilokar ekki neitt
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessu einvalaliđi sem hefur stjórnađ borginni,síđasta áratug. tókst ţađ sem mađur hélt ađ vćri ekki hćgt, ađ keyra Orkuveituna ţví sem nćst í ţrot. Og er Hanna Birna engin undantekning, ţví undir hennar stjórn var Orkuveitan í mörg ár.

Jón Sig. (IP-tala skráđ) 7.9.2011 kl. 22:40

2 Smámynd: Gústaf Níelsson

Hvers á Ţorsteinn Pálsson ađ gjalda, Ómar?

Gústaf Níelsson, 8.9.2011 kl. 00:13

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ţorsteinn Pálsson var aldrei borgarstjóri eđa oddviti Sjálfstćđismanna í Reykjavík.

Ómar Ragnarsson, 8.9.2011 kl. 02:16

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband