Ísland getur haft áhrif eins og 1948.

Sagt er nú að ekki sé hægt að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki á alþjóðavettvangi af því að slíkt verði að gerast í samningum á milli þeirra og Ísraelsmanna.

Þetta er á skjön við það sem gerðist 1948 þegar ríki heims í gegnum Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að skipta Palestínu til helminga á milli Gyðinga og Palestínumanna.

Íslendingar komu þar við sögu, því að Thor Thors, þáverandi sendiherra hjá Sþ, hafði framsögu um málið.

Þetta var ákveðið þótt ekkert samkomulag væri um það á milli Palestínmanna og Gyðinga, enda erfitt að lá Palestínumönnum það þótt þeir tregðuðust við að beygja sig undir það að vera rændir helmingi lands síns á einu bretti.  

Síðan þá hafa Ísraelsmenn markvisst lagt alla Palestínu undir sig og hafa notið viðurkenningar sem sjálfstætt ríki með aðild að Sameinuðu þjóðunum, enda þótt þeir hafi þverbrotið samþykktir Sþ um hernumdu svæðin í bráðum 44 ár.

 


mbl.is Mikið í húfi fyrir Palestínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nákvæmlega Ómar. Við gætum rétt okkar hlut með því að ganga á undan með góðu fordæmi og viðurkennt  Palestínu sem sjálfstætt ríki og stutt aðild þess að SÞ.

Þeir sem segja að samningar milli Palestínu og Ísraels sé forsenda ríkisstofnunar, geta alveg eins sagt hreint út að af því verði aldrei. Ísraelar hafa fram að þessu ekki haft nokkurn áhuga á friðarsamningum og munu ekki hafa meðan þeir komast upp með, í óbreyttu ástandi, að leggja undir sig, hægt og sígandi, land Palestínu.

Ísraelar semja ekki frið fyrr en þeir verða neyddir til þess af alþjóðasamfélaginu. Það gerist ekki fyrr en BNA breytir um kúrs gagnvart Ísrael. Er það í augnsýn?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 23.9.2011 kl. 13:33

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ef það er smá réttlætiskennd í Íslensku þjóðinni þá viðurkennum við Palestínu. Kemur ekkert annað til greina.

Úrsúla Jünemann, 23.9.2011 kl. 14:51

3 identicon

Ómar,

Gyðingar lögðu ekki undir sig neitt. Þarna bjuggu arabar, palestínumenn, kristnir o.sfrv. Palestínumenn áttu þetta land ekkert

frekar en aðrir á þessu svæði.

Gyðingar byrjuðu að flytjast til svæðisins 1880, enda ekkert skrýtið, þar sem þeir bjuggu jú þarna, og var landið illa skilgreint.

Ísraelsríki var síðan samþykkt 1948, af Sameinuðu Þjóðunum. Hver var gjöfin, jú innrás af nágrannaþjóðum. Síðan aftur 1967, upp úr því hafa síðan verið skærur á báða bóga.

Menn verða stundum að leyfa sér að líta á báðar hliðar. Það verður aldrei friður þarna, fyrr en menn reyna að sjá báðar hliðar.

Það er reyndar soldið kaldhæðnislegt, eða vandræðalegt að allar harðstjórnirnar í kringum Ísrael eru í miklum vandræðum núna. T.d. harðlínustjórnir þar sem paelstínskir flóttamenn hafa minni réttindi, heldur en í Ísrael.

Ísrael er síðan eina lýðræðisríkið, en samt er hatrið svo mikið gagnvart þeim að alltaf er pönkast í þeim. Það er eins og fólk hafi hreinlega gaman af að sjá ófrið þarna.

Arnar S. (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 18:27

4 identicon

Aðeins að bæta við.

Það eru akkúrat þessar harðlínustjórnir sem hafa kynt undir ófriðinn gegn Ísrael. Þessar sömu harðlínustjórnir og eru nú að myrða sína eigin þegna.

Allt þetta mál, er að verða skuggalega vandræðalegt. Svona án gríns. Fólk grefur sér dýpri og dýpri gröf, og hreinlega neitar að sjá, nema aðra hliðina.

Arnar S. (IP-tala skráð) 23.9.2011 kl. 18:30

5 identicon

Áhugaverðar athugasemdir Arnars S. Ég hef ekki orðið var við neina palestínska flóttamenn í Ísrael þó ég ferðast þvers og kruss um landið frá 2003. Palestínskir flóttamenn búa í flóttamannabúðum á herteknu svæðunum og búa þar í boði S.Þ. sem rekur skóla og matarmiðlun, enda litla vinnu að fá fyrir þetta fólk. Venjulega eru flóttamenn á herteknu svæði á ábyrgð hernámsaðilans, en ekki í þessu tilviki. Svo er það bábiljan um þetta EINA lýðræðisríki svæðisins, sem er eins og hvert annað bull. Ísland er 'Gyðingaríkið Ísrael'. Þetta þýðir að gyðingar eru með meiri réttindi en allir aðrir íbúar Ísraels sem ekki eru gyðingar. Palestínumenn í Ísrael gegna engum opinberum stöðum ríkisins, hafa fasta tölu þingmanna á Knesset og verða aldrei fleiri án tillits til fjölda kjósenda o.s.frv. Ef við setjum þetta í íslenskt samhengi þá geta menn velt fyrir sér hvernig "Evangelísk lútherska lýðveldið Ísland" liti út. Hér væru engir kennarar í skólum sem ekki væru með uppáskrifað frá biskupi, Siðmennt gæti bara flutt úr landi eða búiðvið skert réttindi sem og aðrir sem ekki væru aðilar að lútherskum söfnuði. Það segir sig sjálft að það er erfitt fyrir Palestínumenn að viðurkenna "Gyðingaríkið Ísrael" öðru máli gegnir um "Lýðveldið Ísrael" sem væri ríki eins og flest önnur, opin, fjölmenningarleg með sömu mannréttindi allra íbúa.

Borgþór S. Kjærnested (IP-tala skráð) 26.9.2011 kl. 08:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband