Þáttur í valddreifingu og valdtemprun.

Rauður þráður í frumvarpi Stjórnlagaráðs er aukið lýðræði, valddreifing og valdtemprun, gegnsæi og heiðarleiki.

Því fleiri af völdhöfunum, sem geti veitt hver öðrum aðhald, því meiri líkur á valdtemprun.

Þess vegna varð niðurstaðan að forseti Íslands gæti orðið nokkurs konar öryggisventill og haft ákveðnu hlutverki að gegna í samræmi við það að hann er eini embættismaður þjóðarinnar, sem  er kosinn af þjóðinni í persónukjöri.

Hingað til hefur forsetinn getað haft völd á tveimur sviðum, annars vegar með málskotsréttinum og hins vegar með því að geta myndað utanþingssstjórn.

Þótt hlutverki forseta Íslands í nýrri stjórnarskrá sé nákvæmar skipað en fyrr hafa völd hans á fyrrgreindum sviðum að öðru jöfnu allt eins minnkað og að hún hafi aukist.

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá hefur hann einn haft málskotsrétt til þjóðarinnar en nú getur þjóðin sjálf skapað sér málskotsrétt;  10% hennar geta nýtt sér málskotsrétt og 2% geta haft frumkvæðisrétt til lagasetningar á Alþingi.

Af þessu hlýtur að leiða að forseti Íslands getur meira haldið sig til hlés í þessu efni en samkvæmt núgildandi stjórnarskrá og treyst þjóðinni sjálfri til að sjá um að leiða mál í dóm sjálfrar sín.

Skýrt er kveðið á um aðkomu forsetans að stjórnarmhyndun, en þingræðið að fullu virt hvað það varðar, að takist því ekki að velja forsætisráðherra í tveimur atrennum,, geta þingmenn, þingflokkar og forsetinn stillt upp frambjóðenum til starfans og telst sá valinn, sem flest atkvæði hlýtur.

Takist ekki að velja forsætisráðherra innan tíu vikna er þing rofið og boðað til nýrra kosninga.

Þar með er ljóst að forsetinn getur hvorki myndað utanþingsstjórn upp á eigin spýtur eins og hingað til hefur verið möguleiki, né hótað að gera það, eins og nokkrum sinnum hefur komið fyrir á lýðveldistímanum.

Til voru þeir innan stjórnlagaráðs, þeirra á meðal ég, sem vildu að forsetinn hefði þennan möguleika sem neyðarúrræði, en það varð ekki ofan á.

Auðvitað er hægt að sjá það fyrir sér að valdafíkinn forseti eða forseti sem telur sig þurfa að taka til róttækra ráða geti nýtt sér möguleika nýrrar stjórnarskrár í því efni til hins ítrasta.

En þá er það á svig við hugsunina á bak við nýju stjórnarskrána varðandi aukna valddreifingu og valdtemprun á milli allra valdamanna og valdþátta.

Þar að auki þyrfti forsetinn að standa ábyrgður gerða sinna frammi fyrir þjóðinni í næstu forsetakosningum.


mbl.is Einræðistilburðir forsetans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Ólafur Ragnar Grímsson er gangandi og gargandi sönnun þess að forsetinn á ekki að vera sá öryggisventillill.

hilmar jónsson, 2.10.2011 kl. 21:14

2 identicon

Forsetinn er gangandi sönnun þess að hann á að vera einn af örryggisvendlunum. Icesave sannar það.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:22

3 identicon

Forsetinn er málsvari þjóðarinnar gegn þinginu þegar svo ber undir en við getum vonað að þessi svokallaða ríkisstjórn falli sem allra fyrst. Landsmenn treysta henni ekki og bera enga virðingu fyrir henni lengur ef virðing var til staðar til að byrja með.

Ingi A. (IP-tala skráð) 2.10.2011 kl. 21:33

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Einum manni er ekki treystandi fyrir slíku. Ólafur staðfestir það.

Menn geta byrjað ágætlega, en flippað út á athyglinni......

hilmar jónsson, 2.10.2011 kl. 22:03

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Hilmar. Forsetin í dag er málsvari þjóðarinnar. hvernig vilt þú hafa næsta forseta. ??? Segðu okkur það.

Valdimar Samúelsson, 2.10.2011 kl. 22:42

6 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég vil engann næsta forseta Valdimar, ef ég á að vera hreinskilinn. Eftir þá útreið sem embættið hefur fengið hjá Ólafi, er lítið annað að gera en að leggja það niður.

Það má líka með ágætum rökum segja að embættið í dag, sé tímaskekkja

hilmar jónsson, 2.10.2011 kl. 22:53

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Ég bara meina hann er kosin af þjóðinni og hann á að verja okkur ef á okkur er hallað,það er kristal tært,þessi undirskriftasöfnun verður eylíf !! annars !!!

Haraldur Haraldsson, 3.10.2011 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband