Á svörtum fötum og sveltifæði ?

Það eru mjög slæmar fréttir að við Íslendingar séum orðnir næstfeitastir vestrænna þjóða því að er ávísun á verri heilsu, verri sjálfsmynd og óþarfa kostnað í heilbrigðiskerfinu og á mörgum fleirum sviðum.

Til dæmis kostar það fjármuni að flytja aukaþungann í farartækjum, einkum í flugvélum og kannski ekki langt þangað til farþegar verða vigtaðir og hæðarmældir til að borga eftir aukaþyngd.

Það er óþarfi að gera grín að þessu, því að þegar fjöldi feitra farþega er orðinn mikill getur það kostað það að færri komist með flugvélinni vegna þess að hún verði of þung.

Sjálfur sé ég mig á mynd í dag og uppgötvaði að enda þótt aukakílóin séu enn ekki yfir tíu fer mér betur að vera í dökkum jakka en ljósum.

Svört föt og sveltifæði?  Ekki endilega "sveltifæði" þannig að borðað sé mikið minna, heldur fæði, sem gefur færri hitaeiningar og er með minna magn fitu og kolvetna miðað við þyngd.

Og síðan má ekki gleyma aukinni hreyfingu, og jafnvel þótt hné,  mjaðmir eða bak séu lélegt má finna ráð til að leita að hreyfingu sem reynir minna á þessa liði en hörð hlaup eða hopp.


mbl.is Allt að 180 kíló að þyngd á fæðingardeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt finnst mér vanta í þessa frétt, hversu háar í cm eru þessar þungu konur ?  Af því að nú hefur meðalhæðin aukist líka á Íslandi síðustu árin.

eyjaskeggi (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 13:07

2 identicon

Auðvitað á að láta fólk í yfirvigt greiða hærri flugfargjöld.

Mig svíður það ætíð þegar ég er rukkaður um 1500 kr fyrir hvert umframkíló á farangri mínum, ég reyni þó eftir bestu getu að halda farangrinum innan við 20 kg.

Ég + 20 kg af farangri náum ekki 100 kg samanlagt, svo horfir maður á manninn fyrir framan mig í röðinni (oftar en ekki einnig þann sem er fyrir aftan) og hann/þeir er yfir 100 kg án farangurs... þetta er vafasamt réttlæti að mínu mati.

runar (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 13:23

3 identicon

Bull við rétt skríðum í topp 40 á erlendum listum. Ég treysti þeim frekar en Stöð 2.

Svo er það algengur misskilningur að Bandaríkjamenn séu feitastir, þeir rétt skríða í topp 10 listann. Þeir eru hinsvegar stærsta og þekktasta þjóðin í topp 10 listanum þannig að það hentar betur að tala eins og þeir séu í fyrsta sætinu.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.10.2011 kl. 14:41

4 Smámynd: Sólbjörg

Hélt að Mexikanar væru í fyrsta sæti yfir feitasta fólk í heimi, það væri gaman að vita hvaða þjóðir það eru sem eru feitari en kanarnir. Það er ekki skrítið þó ofurfæði sé í mikilli sókn, næringarríkt og oftast bragðgott. Vellíðan, grannur líkami og góð heilsa sem fylgir því áti. Gangi öllum vel í sinni baráttu við auka kílóin.

Sólbjörg, 24.10.2011 kl. 15:30

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Hér er um fremur dapurlega frétt að ræða. Sem betur fer eru margir sem hugsa vel um heilsuna sína, hreifa sig reglulega og borða holla fæðu. Sjálfur þarf eg að huga betur að þessu en eitt áhugamál heldur mig vel að hreifingu: skógræktaráhugi. Mér finnst mjög gaman að fara víða um og skoða tré. Þetta kallar á mikla hreyfingu og í dag skrapp eg í skógræktina mína, rúmlega 6 ha spildu sem liggur dálítið afsíðis nyrst í Mosfellsbæ. Þangað verður að ganga um hálftíma í hvora átt. Þar var eg að dunda mér lungann af deginum í fögru veðri en dálitlum sterkum NA vindi sem stóð beint af Svínaskarðinu.

Þetta getur verið hörkupúl en skemmtilegt. Og kosturinn við þetta er að það kostar ekkert og maður er ekki að kafna úr svitalyktinni af næsta manni sé farið í þessar líkamsræktarstöðvar sem eg á ekkert erindi í.

Góðar stundir!

Guðjón Sigþór Jensson, 24.10.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband