"Litli bróðir úti á Atlantshafinu."

Það kemur ekki á óvart að norskir áhorfendur hafi reynst íslenska landsliðinu vel í leiknum við Svartfelllinga í gær. Þeir hafa löngum litið með velþóknun á landnám Norðmanna og mikil tengsl landanna á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og stundum eignað sjálfum sér fullmikið af því sem Íslendingar gerðu á þeim tíma, landafundi og skrif Snorra Sturlusonar.

Þetta getur stundum komið spaugilega út. Fyrir allmörgum árum kom sú staða upp á stórmóti í handbolta að Íslendingar og Norðmenn spiluðu úrslitaleik um það hvort liðið kæmist áfram. 

Ég hlustaði á lýsingu Norðmannanna og þeir voru alveg hroðalega hlutdrægir og oft ósanngjarnir í garð íslenska liðsins, - töluðu til dæmis alltaf um "Kúbverjann" þegar Duranona skoraði, en hann átti stórleik í íslenska liðinu. 

Þannig gekk þetta þangað til um fimm mínútur voru eftir af leiknum og útséð um að Norðmenn gætu unnið upp mikinn markamun, sem orðinn var. 

Þá gerðist það skyndilega að norsku þulirnir fóru að tala afar vinsamlega um íslenska liðið og hældu því á hvert reipi. Duranona hætti að vera Kúbverjinn og varð skyndilega einn af hinu frábæra víkingaliði "frænda okkar og bræðra úti á Atlantshafinu" ! 

Voru norsku þulirnir þegar yfir lauk komnir í hástemmdan gír yfir því hve mikill heiður það væri fyrir norrænar þjóðir að íslenska liðið héldi áfram. 


mbl.is Þjálfari Svartfellinga: Vanmátum ekki íslenska liðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband