Vitum alltaf óendanlega miklu minna.

Óendanleikinni og eilífðin, það eru ær og kýr minnar lífsskoðunar. Samkvæmt því verður aldrei hægt að skilgreina endanlega hvað sé það minnsta í heiminum, því að alltaf mun finnast eitthvað ennþá minna.

Orðið alheimur er líka misvísandi orð, því að endimörk heimsins eru ekki til, - það mun alltaf finnast eitthvað sem er handan endimarkanna. 

Ekkert er það stærsta í allri veröldinni, ævinlega mun finnast eitthvað stærra. Tíminn er endalaus og eilífur í báða enda, - tíminn á sér ekkert upphaf og engan endi. 

Þetta er í raun ofvaxið okkar skilningi því að við höfum vanist því að hugsa svo afmarkað, að allt eigi sér upphaf og endi og endanleg takmörk.

Því meira sem við höldum að við vitum, samanber nýja vitneskju um stærstu svarthol í heimi, því betur áttum við okkur á því, að miðað við að fá að vita "allt", vitum við sífellt minna í samanburði við hinn óendanlega sannleika sem virðist þenjast þeim meira út sem við uppgötvum meira. 

Óendanleikin og eilífðin eru yndisleg fyrirbæri af því að þau gefa svo óendanlega marga möguleika á að reyna að höndla hinn endanlega sannleika, sem er ekki til, af því að hann er óendanlegur og á sér engin takmörk Smile 


mbl.is Hafa fundið risavaxin svarthol
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einmitt þetta kemur fram í kenningum Martinusar.

Heimurinn er inni í öðrum heimi og þannig endalust - út á við og inn á við -

Það er ekki á valdi okkar heila að skilja. Þess vegna er það að menn reyna að einfalda tilveruna, svo þeir fái að vera með í umræðuefninu!

Sigurður Herlufsen (IP-tala skráð) 6.12.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Það sannast best á síðum þínum að þanmöguleikarnir eru miklir. Hálendið var fyrir nokkrum öldum aðeins aðgengilegt fáum hörkuduglegum einstaklingum sem fóru milli landshluta. Nú sjá æ fleiri þær perlur sem þar leynast og þá breytist líka eignarhaldið. Þótt mörgum finnist hægt miða. Æviárin duga aðeins til að sjá brot af þessum undraheimi og líklega alveg eins gott að njóta þess. Það er mikil gæfa að koma auga á fegurðina á landi og himingeimnum. Oft eru bestu stundirnar í kyrðinni upp í heiðmörk eða við kaldárselin þar sem sést til stjarnanna án villuljósa.

Sigurður Antonsson, 6.12.2011 kl. 22:00

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Upphfasorðin góð !!!og það er svo að þetta er heilagur sannleikur/ Kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.12.2011 kl. 00:14

4 identicon

Skemmtileg hugvekja.

Fannst eitt augnablik þú vera lýsa Brahman þeirra hindúa hehe http://en.wikipedia.org/wiki/Brahman

Ari (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 02:37

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Góð hugvekja og falleg.

Lífið er nú samt þannnig úr garði gert að maður sér einungis það sem mannni auðnast að sjá. Skiptir þá engu hvort maður á TF-FRÚ eða tvo jafnfljóta, hálendi, láglendi eða bara sjálfan sig. Breytileikinn Ómar, breytileikinn.....og stundin sem maður skynjar hann. "Cest la vive"

Halldór Egill Guðnason, 7.12.2011 kl. 04:25

6 identicon

C'est la vie.

þ.e.a.s. á frönsku.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 11:45

7 identicon

......alltaf mun finnast eitthvað ennþá minna.

......endimörk heimsins eru ekki til.

......ævinlega mun finnast eitthvað stærra.

......ofvaxið okkar skilningi.

......við vitum sífellt minna.

......óendanlegur sannleikur.

......hinn endanlegi sannleikur er ekki til, því að hann er óendanlegur og á sér engin takmörk.

 

Því miður, Ómar minn góður, en mjög svo fávís og barnaleg hugvekja. Hér ertu kominn inn á svið sem er þér ofvaxið. Þig vantar menntun og þekkingu hvað þetta varðar. Brjóstvitið er gott veganesti, en í okkar vísindaheimi dugar það skammt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 7.12.2011 kl. 20:04

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skemmtilegur pistill, Ómar.

Skelfilega er þetta yfirlætisleg athugasemd hjá Hauki Kristinssyni

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.12.2011 kl. 23:08

9 identicon

Rétt Gunnar Th.

Ég bið Ómar afsökunar á þessum ummælum. Ég datt í einhvern hálfvita gír.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 8.12.2011 kl. 10:08

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Flottur, Haukur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2011 kl. 10:45

11 identicon

''Tíminn er endalaus og eilífur í báða enda, - tíminn á sér ekkert upphaf og engan endi. ''

Tæknilega séð þá er þetta ekki rétt, tíminn á sér upphaf. Við miklahvell.

Þess vegna verður spurningin hvað var til á undan miklahvelli alltaf þýðingarlaus af því að þá hafði tíminn ekki orðið til og ekkert til sem heitir ''á undan''.

Að auki þá eru ekki til ''óendanlega margir möguleikar til að höndla hinn endanlega sannleika''því hvað eru vísindin þá annars? Mykja?

Til dæmis þá eru ekki óendanlega margir möguleikar til um eðli lífs og þá staðreynd að það þróist. Við getum vissulega aldrei sagt í vísindunum að eitthvað sé 100% rétt, en það er bara svona prinsipp mál ef maður vill vera ''heimspekilega rétthugsandi', við getum hinsvegar sagt að eitthvað, líkt og þróunarkenningin sé 99,999999999999999..........% rétt og er það í rauninni það sama og að segja 100%.

Bara smá food for thought Ómar!

Jón Ferdínand (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband